Sumarúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2020

26.8.2020

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 33 verkefna sem sóttu um í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og markaðsstyrkur að ganga til samninga um nýja styrki fyrir allt að 475 milljónum króna.

Árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum er 8%. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Þar sem hefðbundinn umsóknarfrestur haustsins var færður fram til 15. júní sl. hefur sjóðurinn lokið úthlutun ársins í öllum styrktarflokkum að einkaleyfisstyrkjum undanskildum. Alls bárust sjóðnum 883 umsóknir sem er tæplega 40% aukning milli ára. Sjóðurinn mun ganga til samninga við 128 aðila um styrki fyrir allt að 1.249 milljónum króna.

Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni*:

Sproti

Heiti verkefnis Umsækjandi Verkefnisstjóri
AvionExchange Viðskiptavettvangurinn Rúnar Örn Olsen Rúnar Örn Olsen
Catch-24/7 Jón Atli Magnússon Jón Atli Magnússon
FreshPak Lárus Gunnsteinsson Birgir Fannar Birgisson
Greining á fiskamyndum með óstýrðum tauganetum Hans Emil Atlason Hans Emil Atlason
Hátækni matvælavinnsla - úrgangur til manneldis Iceland Protein ehf. Magnea Guðrún Karlsdóttir
Niðurtröppun.is Niðurtröppun ehf. Árni Johnsen
Nýting á náttúruauðlind til verðmætasköpunar Mýsilica ehf. Fida Muhammed Abu Libdeh
Sjálfvirkir drónar til skoðunar á háspennulínum Ketill Gunnarsson Ketill Gunnarsson
Snjöll undirföt fyrir þvagleka WIP ehf. Thorvaldur H Audunsson
Sótthreinsiþokun DISACT ehf. Einar Olavi Mantyla
Treble - Sýndarhljóðvist Pedersen Consulting ehf. Finnur Kári Pind Jörgensson
Þróun Northerners Network Polarama ehf. Steinarr Logi Nesheim


Vöxtur

Heiti verkefnis Umsækjandi Verkefnisstjóri
Eftirlitskerfi fyrir háspennuinnviði Laki Power ehf. Sigurjón Magnússon
Einstaklingsmiðuð skjalageymsla á bálkakeðju Code North ehf. Sigurður Fannar Vilhelmsson
GASTRAQ ReSource International ehf. Jamie Valleau Mcquilkin
HAp+ Lyfjakápa IceMedico ehf. Þorbjörg Jensdóttir
HM skynjunar- og siglingarkerfi fyrir báta Hefring ehf. Karl Birgir Björnsson
Námshugbúnaður fyrir fjórðu iðnbyltinguna Skákgreind ehf. Héðinn Steingrímsson
Runmaker - bylting í hlaupaþjálfun Driftline ehf. Agnar Steinarsson
The Citadel Porcelain Fortress ehf. Diðrik Steinsson
Vottuð kolefnisjöfnun með steinrenningu CO2 í berg iCert ehf. Guðmundur Sigbergsson
Þekkingargraf fyrir gagnavinnslu og gagnavísindi Snjallgögn ehf. Stefán Baxter

Markaðsstyrkir

Heiti verkefnis Umsækjandi Verkefnisstjóri
Arkio markaðssetning í sýndarveruleika Arkio ehf. Hilmar Gunnarsson
Astrid Loftslagsmál Gagarín ehf. Kristín Eva Ólafsdóttir
Dicino - fjöltyngda forskráningarkerfið Lumina Medical Solutions ehf. Arnar Freyr Reynisson
Erlend markaðssókn RetinaRisk Áhættureiknisins RetinaRisk ehf. Sigurbjörg Jónsdóttir
Eyja káranna Parity ehf. María Guðmundsdóttir
Kards vöxtur 1 1939 Games ehf. Ivar Kristjansson
Markaðsfærsla GRID GRID ehf. Þorsteinn Yngvi Guðmundsson
Markaðssókn á aukaafurðum íslensk fisks í Kína Ankra ehf. Hrönn Margrét Magnúsdóttir
Markaðssókn í Evrópu og Bandaríkjunum PayAnalytics ehf. Guðrún Þorgeirsdóttir
Sportabler - Útfyrir Ísland Abler ehf. Markús Máni Michaelsson Maute
Svífandi göngustígakerfi Alternance slf. Daníel Karel Niddam

* Listinn er birtur með fyrirvara um villur.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica