Sumarúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2020
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 33 verkefna sem sóttu um í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og markaðsstyrkur að ganga til samninga um nýja styrki fyrir allt að 475 milljónum króna.
Árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum er 8%. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.
Þar sem hefðbundinn umsóknarfrestur haustsins var færður fram til 15. júní sl. hefur sjóðurinn lokið úthlutun ársins í öllum styrktarflokkum að einkaleyfisstyrkjum undanskildum. Alls bárust sjóðnum 883 umsóknir sem er tæplega 40% aukning milli ára. Sjóðurinn mun ganga til samninga við 128 aðila um styrki fyrir allt að 1.249 milljónum króna.
Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni*:
Sproti
| Heiti verkefnis | Umsækjandi | Verkefnisstjóri |
| AvionExchange Viðskiptavettvangurinn | Rúnar Örn Olsen | Rúnar Örn Olsen |
| Catch-24/7 | Jón Atli Magnússon | Jón Atli Magnússon |
| FreshPak | Lárus Gunnsteinsson | Birgir Fannar Birgisson |
| Greining á fiskamyndum með óstýrðum tauganetum | Hans Emil Atlason | Hans Emil Atlason |
| Hátækni matvælavinnsla - úrgangur til manneldis | Iceland Protein ehf. | Magnea Guðrún Karlsdóttir |
| Niðurtröppun.is | Niðurtröppun ehf. | Árni Johnsen |
| Nýting á náttúruauðlind til verðmætasköpunar | Mýsilica ehf. | Fida Muhammed Abu Libdeh |
| Sjálfvirkir drónar til skoðunar á háspennulínum | Ketill Gunnarsson | Ketill Gunnarsson |
| Snjöll undirföt fyrir þvagleka | WIP ehf. | Thorvaldur H Audunsson |
| Sótthreinsiþokun | DISACT ehf. | Einar Olavi Mantyla |
| Treble - Sýndarhljóðvist | Pedersen Consulting ehf. | Finnur Kári Pind Jörgensson |
| Þróun Northerners Network | Polarama ehf. | Steinarr Logi Nesheim |
Vöxtur
| Heiti verkefnis | Umsækjandi | Verkefnisstjóri |
| Eftirlitskerfi fyrir háspennuinnviði | Laki Power ehf. | Sigurjón Magnússon |
| Einstaklingsmiðuð skjalageymsla á bálkakeðju | Code North ehf. | Sigurður Fannar Vilhelmsson |
| GASTRAQ | ReSource International ehf. | Jamie Valleau Mcquilkin |
| HAp+ Lyfjakápa | IceMedico ehf. | Þorbjörg Jensdóttir |
| HM skynjunar- og siglingarkerfi fyrir báta | Hefring ehf. | Karl Birgir Björnsson |
| Námshugbúnaður fyrir fjórðu iðnbyltinguna | Skákgreind ehf. | Héðinn Steingrímsson |
| Runmaker - bylting í hlaupaþjálfun | Driftline ehf. | Agnar Steinarsson |
| The Citadel | Porcelain Fortress ehf. | Diðrik Steinsson |
| Vottuð kolefnisjöfnun með steinrenningu CO2 í berg | iCert ehf. | Guðmundur Sigbergsson |
| Þekkingargraf fyrir gagnavinnslu og gagnavísindi | Snjallgögn ehf. | Stefán Baxter |
Markaðsstyrkir
| Heiti verkefnis | Umsækjandi | Verkefnisstjóri |
| Arkio markaðssetning í sýndarveruleika | Arkio ehf. | Hilmar Gunnarsson |
| Astrid Loftslagsmál | Gagarín ehf. | Kristín Eva Ólafsdóttir |
| Dicino - fjöltyngda forskráningarkerfið | Lumina Medical Solutions ehf. | Arnar Freyr Reynisson |
| Erlend markaðssókn RetinaRisk Áhættureiknisins | RetinaRisk ehf. | Sigurbjörg Jónsdóttir |
| Eyja káranna | Parity ehf. | María Guðmundsdóttir |
| Kards vöxtur 1 | 1939 Games ehf. | Ivar Kristjansson |
| Markaðsfærsla GRID | GRID ehf. | Þorsteinn Yngvi Guðmundsson |
| Markaðssókn á aukaafurðum íslensk fisks í Kína | Ankra ehf. | Hrönn Margrét Magnúsdóttir |
| Markaðssókn í Evrópu og Bandaríkjunum | PayAnalytics ehf. | Guðrún Þorgeirsdóttir |
| Sportabler - Útfyrir Ísland | Abler ehf. | Markús Máni Michaelsson Maute |
| Svífandi göngustígakerfi | Alternance slf. | Daníel Karel Niddam |
* Listinn er birtur með fyrirvara um villur.

