Sýningarfrumgerð af Andblæ - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.7.2016

Frumgerðin af loftræstikerfinu Andblæ er mjög öflug en þó ekki nema 5 cm þykk, og lítið mál er að byggja hana inn í léttan millivegg. Þetta sparar mikið pláss og gerir hana hljóðláta.

Smíðuð var sýningarfrumgerð af loftræstikerfinu Andblæ, sem er loftræstikerfi með varmaendurnýtingu, sem bæði getur lækkar hitunarkostnað húsa verulega og viðheldur góðum lofgæðum með því að hreinsa loftið sem er loftað inn og viðhalda þægilegu og heilnæmum hita og rakastigi.

Heiti verkefnis: Sýningarfrumgerð af Andblæ
Verkefnisstjóri: Jóhannes Loftsson, Breather Ventilation ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 7 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142629-0611

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Frumgerð af kerfinu var í fyrsta sinn kynnt opinberlega, á degi verkfræðinnar en síðan kynnt erlendis á Nordbygg-byggingavöruráðstefnunni í Svíþjóð.

Þessi fyrsta kynning vakti nokkra athygli, enda er kerfið mjög ólíkt núverandi loftræsilausnum sem hægt er að nálgast í dag. Frumgerðin er mjög öflug en þó ekki nema 5 cm þykk, og lítið mál er að innbyggja hana í léttan millivegg. Þetta sparar mikið pláss og gerir hana hljóðláta. Segja má að hin flata hönnun gefi möguleika á alveg nýrri nálgun í smíði slíkra kerfa, því að um leið og hægt er að samnýta byggingavirkið með loftræstikerfinu, þá er lítil takmörk á stærð þess. Eina krafa er að er að kerfið sé flatt.

Til að unnt væri að byggja kerfið þurfti þrjú hönnunarstökk.

Fyrst var þróuð ný tegund af flötum mótor sem er prentaður á tölvubretti, og byggir á sérstakri skörunartækni sem gerir það að verkum að nýtni þessa motors er töluvert betri en helstu mótorframleiðendur eru að ná í dag fyrir sambærilega öfluga mótora. Einkaleyfi er komið á þennan mótor.

Einnig var þróuð ný tegund blásara, sem var skýrður mótstreymisblásari, en hann blæs loftinu inn og út samtímis. Tveir blásarar eru sambyggðir einum mótor, sem gerir okkur kleift að nota stærri mótor , sem eykur nýtni kerfisins töluvert. Þessi lausn er í einkaleyfisumsóknarferli.

Enn fremur þá byggði sú hönnun á bestun hönnun flats þverstreymisblásara (crossflow blower). Hin flata tegund blásara hefur almennt lítið verið skoðuð, og náðist mikill árangur í að besta hönnunina. Formsins vegna, þá er flati þverstraumsblásarinn eini blásarinn sem býður upp á að hægt sé að hanna flatt loftræstikerfi og því lykillinn að þeirri tækni sem þróuð hefur verið í verkefninu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica