Talgreinir fyrir röntgendeild Landspítala - sjálfvirk ritun röntgenniðurstaðna - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

14.10.2016

Frumherjaverkefni Læknaróms, Landspítalans og Háskólans í Reykjavík sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði gengur út á að þróa og innleiða talgreiningu fyrir lækna á röntgendeild spítalans.

Læknar vinna flókin og mikilvæg störf fyrir samfélagið og mikilvægt er að vinnutími þeirra nýtist við það sem þeir eru sérfræðingar í.  Eitt af því sem nánast hver einasti læknir gerir er að lesa upp greiningar sínar á þeim sjúkdómum sem þeir eru að skoða hverju sinni.  Venjulega eru þessir upplestrar (eða dikteringar eins og þeir eru kallaðir af læknum) síðan skrifaðir upp í læknaskýrslu af læknariturum þannig að greiningarnar nýtist áfram í kerfinu. 

Heiti verkefnis: Talgreinir fyrir röntgendeild Landspítala - sjálfvirk ritun röntgenniðurstaðna
Verkefnisstjóri: Brynjar Vatnsdal, Landspítala og Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár:2013-2014
Fjárhæð styrks:13,2 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131729-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Á undanförnum 20 árum hefur þetta ferli verið sjálfvirknivætt fyrir þau málsvæði þar sem talgreining hefur verið þróuð.  Talgreiningin breytir upplestri læknisins umsvifalaust í texta og þá getur skýrslan orðið til strax eftir upplesturinn.  Greiningin nýtist því mun fyrr í kerfinu og skapar það meira öryggi, þar sem minni hætta er á misskilningi, og hærra þjónustustigi þar sem aðrir læknar eru oft að bíða eftir greiningunni.

Frumherjaverkefni Læknaróms, Landspítalans og Háskólans í Reykjavík sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði gengur út á að þróa og innleiða talgreiningu fyrir lækna á röntgendeild spítalans.  Frumgerð talgreinis sem þróuð var í verkefninu sýnir fram á að hægt er að ná góðri nákvæmni og að sjálfvirk diktering er góður möguleiki fyrir röntgenlækna.  Samþætting við upplýsingakerfi Landspítalans og innleiðing er því fýsileg.  Aukin sjálfvirkni og aðstoð við lækna gerir þeim kleift að auka gæði í greiningu á sjúkdómum og bætir samskipti í því stóra kerfi sem spítalinn er. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins: 

Niðurstöður verkefnisins eru enn á frumstigi og áætlun um birtingu er því bara til bráðabirgða, en hún er í grófum dráttum eftirfarandi:

  • Grein á íslensku sem lýsir upplýsingakerfinu sem talgreinirinn vinnur í.  Markhópurinn eru þeir sem þróa hugbúnað fyrir innlendan markað. Tímarit sem kemur til greina er Tölvumál Ský - Skýrslutæknifélag Íslands.
  • Grein á íslensku sem lýsir því hvernig læknar geta notað kerfið.  Tímarit sem kemur til greina er Læknablaðið.
  • Grein á ensku sem lýsir notendaprófunum og hvernig upplýsingakerfið vinnur með talgreiningunni.  Tímarit sem kemur til greina er IEEE Transactions on Systems, Man and Cybernetics.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica