TARAMAR vörur á Bandaríkjamarkað

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

19.2.2018

Megintilgangur þessa verkefnis var að framkvæma markaðsrannsókn, hanna markaðsefni og undirbúa markaðssetningu á húðvörum frá TARAMAR í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Markmið þessa verkefnis er að hefja markaðssetningu á nýjum lífvirkum húðvörum frá TARAMAR  á erlendum mörkuðum. Rannsóknir og vöruþróun hafa staðið yfir í meira en 10 ár í samvinnu við vísindamenn við innlenda og erlenda háskóla. Fyrstu vörurnar voru settar á íslenska markaðinn í október 2015. Sala hefur gengið vel og farið stigvaxandi frá byrjun. Reynsla þessa tímabils sýnir að viðskiptavinir eru mjög ánægðir með vörurnar og kaupa þær aftur og aftur. 

Heiti verkefnis: TARAMAR vörur á Bandaríkjamarkað
Verkefnisstjóri: Guðrún Marteinsdóttir, TARAMAR ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164840

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Megintilgangur þessa verkefnis var að framkvæma markaðsrannsókn, hanna markaðsefni og undirbúa markaðssetningu í Bretlandi og Bandaríkjunum. TARAMAR fékk utanaðkomandi aðila, Efni ehf. og Oscar Bjarnason ljósmyndara til að gera rafrænt markaðsefni, s.s. vefinn www.taramarbeauty.com, myndbönd, myndir, texta og auglýsingar. Auk þess setti TARAMAR upp nýja íslenska síðu, www.taramar.is og hefur félagið notað báðar síðurnar til að prófa mismunandi söluherferðir bæði hér heima og erlendis, m.a. í samstarfi við Ghostlamp. Niðurstöður þessara tilrauna hafa sýnt hvernig bæta má markaðsefnið og hvaða aðferðir eru líklegastar til að virka. Sú reynsla verður notuð við markaðssetningu inn á bæði Bretlands- og Ameríkumarkað á árinu 2018.

Sjá ennfremur:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica