Þjálfun og meðferð með heilbrigðistækni – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

19.6.2019

Hugmyndin óx frá því að vera þjónustufyrirtæki fyrir börn á landsbyggð sem þurftu aðstoð við talþjálfun yfir í tæknibúnað til að allir sérfræðingar gætu gert hið sama. 

Yfirlit

Kara Connect ehf. hefur eftir 3 ára stuðningstímabil Tækniþróunarsjóðs skilað miklu. Nú þegar geta sérfræðingar af ólíkri gerð, t.d. sálfræðingar og/eða næringarfræðingar, nýtt sér rafræna skrifstofu Köru til að bæta aðgengi að hjálp, tryggja öryggi gagna og upplýsinga og nýta nýjustu tækni til að minnka umsýslu. Fjölmargir sérfræðingar, rúmlega 400 eru nú skráðir inn í forritið og nýta sér ólíka þætti Köru sér til hægðarauka og til að tryggja aðgengi að þeirri sérþekkingu óháð staðsetningu skjólstæðinga. Þúsundir skjólstæðinga nýta sér tækni Köru um allt land til að fá stuðning eða hjálp frá sérfræðingum. Kara er þegar komin með viðskiptavini í Danmörku og Svíþjóð og stefnir á fleiri lönd í lok þessa árs. Styrkur Tækniþróunarsjóðs hefur verið grundvallaratriði öll þessi ár fyrir framgangi verkefnisins og til hreinnar fyrirmyndar fyrir hugmyndir eins og þeirri sem býr að baki. Hugmyndin óx frá því að vera þjónustufyrirtæki fyrir börn á landsbyggð sem þurftu aðstoð við talþjálfun yfir í tæknibúnað til að allir sérfræðingar gætu gert hið sama. Á hverju ári var ánægjulegt að geta skýrt frá góðum framgangi verkefnisins og vexti fyrirtækisins umfram áætlanir. Tækniþróunarsjóður er einstakur bakhjarl frumkvöðla. Þorbjörg Helga stofnandi Köru Connect ehf. segir “að styrkir og stuðningur Tækniþróunarsjóðs sé einstakur og ríkisstjórnir eiga þakkir skilið fyrir að efla sjóðinn þó enn megi bæta vel í. Hægt væri þó að horfa til þess að verkefni sem fái styrk fái ekki einungis fjármuni heldur líka stuðning til að opna dyr með samstarfsaðila, í okkar tilfelli ríki og sveitarfélaga. Sú tenging gæti reynst dýrmætari fyrir þróun vöru og framtíð verkefna hjá fyrirtækjum og stofnunum heldur en beinharðir peningar”. Á næstu árum heldur Kara Connect áfram að vaxa og hefur tryggt fjármuni fyrir nýjar og spennandi viðbætur sem gera Köru alþjóðlegan kost fyrir sérfræðinga sem vilja hafa öruggan kost utan um þjónustuna sína. Enn eru margar spennandi hugmyndir í farvegi og þróun sem gera Köru samkeppnishæfari og aðgengilegri.

Heiti verkefnis: Þjálfun og meðferð með heilbrigðistækni
Verkefnisstjóri: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Styrkþegi: Kara Connect ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit:

https://www.icelandreview.com/society/therapy-for-all-kara-connect/

http://northstack.is/index.php/2018/04/12/kara-connect-raises-e1-5m-led-by-crowberry-capital/ http://investinodense.dk/a-stepping-stone-to-europe-2/

http://www.ruv.is/frett/odladist-frelsi-thegar-hun-gat-tjad-sig-a-ny

https://www.youtube.com/watch?v=dl4Z-GK0rZ8">https://www.youtube.com/watch?v=dl4Z-GK0rZ8">https://www.youtube.com/watch?v=dl4Z-GK0rZ8

https://www.youtube.com/channel/UCAOp-M3g46oJB7rFumGLtsg?view_as=subscriber">https://www.youtube.com/channel/UCAOp-M3g46oJB7rFumGLtsg?view_as=subscriber">https://www.youtube.com/channel/UCAOp-M3g46oJB7rFumGLtsg?view_as=subscriber









Þetta vefsvæði byggir á Eplica