Þróun á vél- og stýribúnaði fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.10.2019

Markmiðið er að bjóða upp á búnað sem nýtir vatnsaflið eins vel og hægt er en er jafnframt einfaldur í notkun með einföldu notendaviðmóti ásamt því að rekstrarkostnaður og viðhald vélbúnaðar sé í lágmarki. 

BMJ energy þróar og smíðar búnað fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir. Fyrirtækið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði til frekari þróunar á stýrikerfi sem og vélbúnaði fyrir slíkar virkjanir. Markmiðið er að bjóða upp á búnað sem nýtir vatnsaflið eins vel og hægt er en er jafnframt einfaldur í notkun með einföldu notendaviðmóti ásamt því að rekstrarkostnaður og viðhald vélbúnaðar sé í lágmarki. BMJ energy hefur komið að uppsetningu lítilla virkjana þar sem vatn er af skornum skammti og í sumum tilvikum má segja að það skipti máli að nýta hvern einasta dropa. Nýting styrksins frá Tækniþróunarsjóði var tvíþætt, annarsvegar í að bæta nýtni vélanna með betri hugbúnaði sem að stýrir vélunum sem og bættum mælibúnaði til að stýra vélunum útfrá. Hinn þátturinn var smíði á frumgerð af mótorstýrðum spíss sem notaður er til að stýra vatnsflæði inn á túrbínuhjól. Með því að smíða spíssana eykst hlutfall þess búnaðar sem BMJ energy framleiðir hérlendis fyrir vélarnar.

Heiti verkefnis: Þróun á vél- og stýribúnaði fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir
Verkefnisstjóri:
Bjarni Malmquist Jónsson
Styrkþegi:
BMJ energy ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 13,984 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica