Þróun og framleiðsla á vörulínu fyrir Þýskaland - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.9.2017

Fyrirtækið geoSilica Iceland hefur þróað þrjár nýjar vörur: Renew, Repair og Recover. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að innihalda kísilsteinefni auk annarra steinefna og allar eru þær lausar við aukaefni.

Fyrirtækið geoSilica Iceland ehf. hefur þróað þrjár nýjar vörur: Renew, Repair og Recover. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að innihalda kísilsteinefni auk annarra steinefna og allar eru þær lausar við aukaefni.

Nýju vörurnar innihalda allar kísilsteinefni auk annarra steinefna. Renew varan er fyrir húð, hár og neglur og er sérstaklega hönnuð og þróuð fyrir fólk með mikinn hármissi, lélegar neglur og slæma húð. Renew inniheldur aukalega sink og kopar í vörunni.

Repair er ætluð fyrir bein og liði og er hún sérstaklega hönnuð fyrir fólk með slæma liði og þá sem vilja auka beinþéttni.

Recover er magnesíumbætt og er fyrir taugar og vöðva. Hún er sérstaklega hönnuð og þróuð fyrir íþróttafólk, fólk sem stundar reglulega hreyfingu og fólk sem er gjarnt á að fá sinadrátt eða fótapirring.

Heiti verkefnis: Þróun og framleiðsla á vörulínu fyrir Þýskaland
Verkefnisstjóri: Fida Abu Libdeh, geoSilica Iceland ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 15 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164736061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Ítarleg rannsókn steinefna var framkvæmd til að velja hvaða steinefni hentar best fyrir hverja vöru. Val steinefna í hverri vöru byggjast því á niðurstöðum úr rannsókninni. Rannsókn var gerð á hvaða steinefni henta best fyrir þessa ólíku þætti.

Framleiðslugeta var sextánfölduð til að anna eftirspurn og gera fyrirtækinu kleift að fara á erlenda markaði með vörur sínar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica