Þróun vinnuumhverfis fyrir sýndarveruleika - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

13.9.2018

Breakroom er fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins MURE ehf.

Notandinn velur sér sýndarumhverfi, hvort sem það er strönd, fjalllendi eða grænir hagar, opnar síðan þau forrit sem hann notar í vinnunni, hvort sem það er Excel, Chrome eða PowerPoint. 

Breakroom er fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins MURE ehf. Breakroom gerir notendum sínum kleift að nota Windows-stýrikerfið innan sýndarveruleika. Notandinn velur sér sýndarumhverfi, hvort sem það er strönd, fjalllendi eða grænir hagar, opnar síðan þau forrit sem hann notar í vinnunni, hvort sem það er Excel, Chrome eða PowerPoint. Allt sýndarumhverfið nýtist sem skjápláss. Breakroom er sérlega hannað fyrir fólk sem vinnur í opnu vinnurými og vill  eiga möguleika á því að kúpla sig úr stressandi skrifstofu og yfir í róandi umhverfi með fulla stjórn á öllu í kringum sig.

Breakroom er til sölu á helstu efnisveitum fyrir sýndarveruleikahugbúnað og eitt af fáum vörum á markaðnum sem hagnýtir sýndarveruleikatæknina.
Aðrar vörur sem hagnýta sýndarveruleika og eru byggðar á sömu tækni og Breakroom eru í þróun. 

Afrakstur verkefnisins er hugbúnaðurinn Breakroom.

Heiti verkefnis: Þróun vinnuumhverfis fyrir sýndarveruleika
Verkefnisstjóri: Anton Heiðar Þórólfsson, MURE
Styrkþegi: MURE ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2017-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153524

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica