Þróun vinnuumhverfis fyrir sýndarveruleika - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

2.10.2015

Við það eitt að setja upp sýndargátt og opna hugbúnaðinn Breakroom, líður fólki eins og það sé komið á annan og betri stað.

Breakroom er hugbúnaður fyrir sýndarveruleika þar sem notandinn setur á sig sýndarveruleikagleraugu, velur sér tölvugert vinnuumhverfi, opnar eins marga glugga og hann kýs og vinnur síðan vinnu sína í næði og ró.

Heiti verkefnis: Þróun vinnuumhverfis fyrir sýndarveruleika
Verkefnisstjóri: Diðrik Steinsson, Mure ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142631-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Breakroom er ætlað að vinna bug á flestum þeirra vandamála sem einkenna opin vinnurými. Varan gerir fólki mögulegt að komast úr vinnuumhverfi sínu án þess að þurfa að standa upp frá vinnustöð sinni. Við það eitt að setja upp sýndargátt og opna hugbúnaðinn Breakroom, líður því eins og það sé komið á annan og betri stað, þar sem það situr við stjórnvölinn og ræður förinni. Breakroom veitir hinum upptekna og umkringda starfsmanni frið til að einbeita sér að verkefnum sínum.

Með hjálp Tækniþróunarsjóðs og margra góðra aðila hefur frumgerð Breakroom hlotið mikla athygli hér heima og erlendis.

Breakroom verður selt til fyrirtækja um allan heim á næsta ári þegar sýndarveruleikatækni tekst á loft.

Afrakstur:

Frumgerð Breakroom, leiðandi aðili í vinnuumhverfum innan sýndarveruleika.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica