Undirbúningur markaðssóknar Einrúms í Þýskalandi – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.2.2019

Styrkur Tækniþróunarsjóðs til markaðssetningar Einrúms í Þýskalandi skapaði svigrúm sem gerði markvissan undirbúning og markaðsókn mögulega.

Einrúm sérhæfir sig í hönnun prjónauppskrifta á flíkum og þróun á prjónabandi úr íslenskri ull. Hönnun og band mynda stílhreina og fágaða heild sem byggir á Slow Fashion hugmyndafræðinni þar sem viðskiptavinurinn er sjálfur framleiðandi vörunnar og leggur þar með sitt af mörkum við nýtingu efnisins og þeirra auðlinda sem við höfum aðgang að. Styrkur Tækniþróunarsjóðs til markaðssetningar Einrúms í Þýskalandi skapaði svigrúm sem gerði markvissan undirbúning og markaðsókn mögulega. Markaðssókn sem hefur skilað stærri markaðshlutdeild á heimsvísu og þar af leiðandi í aukinni vitund um vöruna og og hugmyndafræði þá sem þar liggur að baki. Skapast hefur reynsla í almennum rekstri, sölu- og markaðsmálum. Styrkur frá Tækniþróunarsjóði skapaði það svigrúm sem er frumkvöðlum nauðsynlegt til geta þroskast sem stjórnendur í takti við að verkefnið vex og dafnar.

Heiti verkefnis: Undirbúningur markaðssóknar Einrúms í Þýskalandi
Verkefnisstjóri: Kristín Brynja Gunnarsdóttir
Styrkþegi: Einrúm
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 175719

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica