Uppbygging innviða og undirbúningur markaðssóknar CALMUS - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

28.2.2017

Heimasíða CALMUS hefur verið uppfærð og allir textar endurskrifaðir til að endurspegla betur vörumerkið CALMUS og vörur þess. Á heimasíðunni eru tóndæmi fyrir flestar tegundir tónlistar, s.s. sinfóníuhljómsveitir, tónlist fyrir tölvuleiki og aðra nýmiðla, auglýsingatónlist og kvikmyndatónlist.

Heimasíða CALMUS hefur verið uppfærð og allir textar endurskrifaðir til að endurspegla betur vörumerkið CALMUS og vörur þess. Á heimasíðunni eru tóndæmi fyrir flestar tegundir tónlistar, s.s. sinfóníuhljómsveitir, tónlist fyrir tölvuleiki og aðra nýmiðla, auglýsingatónlist og kvikmyndatónlist og miðla á síðunni.

Markmið verkefnisins var að byggja upp innviði CALMUS og vinna að undirbúningi fyrir erlenda markaðssókn með CALMUS Composer og CALMUS Gaming. Í því felst að vinna markaðsgreiningar og markaðsáætlun fyrir markaðssókn, endurbæta heimasíður fyrir CALMUS, hönnun á “lógói” fyrir CALMUS afurðir, hanna kynningar- og stuðningsefni og gera handbók fyrir vörumerkið (brand manual) sem inniheldur útfærslur á “lógói” og kynningarefni. Hluti tengslauppbyggingar og markaðsstarfs CALMUS var þátttaka á Game Developers ráðstefnunni í San Francisco í mars 2016 í samstarfi við CCP.

Heiti verkefnis: Uppbygging innviða og undirbúningur markaðssóknar
Verkefnisstjóri: Kjartan Ólafsson, ErkiTónlist sf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153446-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Markaðsgreining og markaðsáætlun

Gerð hefur verið markaðsrannsókn á tónskálda-, tónlistarskóla- og tölvuleikjageirunum þar sem ekki var einskorðað við landfræðilega staðsetningu þar sem tengsl innan þessara iðngreina ganga þvert á landamæri. Afrakstur þess  birtist í markaðs- og mörkunaráætlun fyrir erlenda markaðssókn CALMUS.

„Brand identity“ fyrir CALMUS hefur verið hannað og merki (logo) þess uppfært. Gerður hefur verið „brand manual“ fyrir mismunandi útgáfur merkisins ásamt litakóðum, leturgerðum og öðru.

Heimasíða CALMUS hefur verið uppfærð og allir textar endurskrifaðir til að endurspegla betur vörumerkið CALMUS og vörur þess. Á heimasíðunni eru tóndæmi fyrir flestar tegundir tónlistar, s.s. sinfóníuhljómsveitir, tónlist fyrir tölvuleiki og aðra nýmiðla, auglýsingatónlist og kvikmyndatónlist og miðla á síðunni.

Þá hafa verið framleidd myndbönd til að sýna betur fram á virkni hugbúnaðarins sem CALMUS þróar. Myndböndin eru til staðar á VIMEO og Youtube og tengd þaðan yfir á heimasíðuna.

Stuðningsefnið fyrir CALMUS hefur verið hannað til að lýsa þeirri tónsmíðalegu aðferðarfræði sem CALMUS byggir á ásamt þeim möguleikum og tólum sem hugbúnaðurinn hefur yfir að ráða.

Virkjuð hafa verið tengsl inn í akademískan heim tónlistar, s.s. víða í Evrópu, Kína, USA, Kanada auk íslenskra háskóla. Þá eru til staðar góð tengsl við viðburðarstjóra tónlistarhátíða víða um heim auk tengsla við framleiðendur lausna fyrir tölvuleikjaiðnaðinn. Þá hefur tengslanetið verið virkjað betur út frá viðskiptahlið tónlistar og tölvuleikja.

Afrakstur verkefnisins

Skýrslur

  • Markaðsáætlun 2016-2017
  • “Brand manual”

Vefslóðir

Myndefni:

CALMUS











Þetta vefsvæði byggir á Eplica