Útflutningur Sóley Organics til Bretlands - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.4.2017

Snyrtivörur Sóley Organics ehf. eru náttúrulegar og lífrænt vottaðar. Þær eru unnar úr villtum jurtum úr íslenskri náttúru.

Síðasta árið hefur Sóley Organics notið stuðnings markaðsstyrks Tækniþróunarsjóðs til að markaðssetja vörur sínar í Bretlandi. Árangurinn af verkefninu hefur verið mjög góður en vörur Sóley Organics eru nú fáanlegar í verslun John Bell & Croyden og frá og með maí 2017 verða þær einnig fáanlegar verslunum Whole Foods í Bretlandi. Whole Foods gerir ráð fyrir að fjölga útsölustöðum varanna á þessu ári, auk þess sem vörur Sóley Organics eru væntanlegar í nokkurn fjölda sérverslana í Bretlandi á þessu ári. 

Soley-OrganicsHeiti verkefnis: Útflutningur til Bretlands
Verkefnisstjóri: Sóley Elíasdóttir, Sóley Organics ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164170061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Valdar vörur Sóley Organics eru fáanlegar í nokkrum breskum netverslunum. Breski snyrtivörumarkaðurinn er sá stærsti í Evrópu og telja stjórnendur fyrirtækisins að mikil tækifæri felist í frekari sókn þar. Sóley Organics var stofnað árið 2007 og býr nú yfir breiðri vörulínu náttúrulegra og lífrænt vottaðra snyrtivara sem unnar eru úr villtum jurtum úr íslenskri náttúru. Vörur Sóley Organics eru fáanlegar í verslunum í yfir 20 löndum en á næstu árum mun fyrirtækið einbeita sér að frekari markaðssetningu vara sinn í Bretlandi. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica