Vefverslunarkerfi fyrir ferðaþjónustu undir vörumerki söluaðila - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.6.2016

Með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur Bókun ehf. lokið gerð vefverslunarkerfis fyrir ferðaþjónustuaðila. 

Kerfið hefur verið í þróun síðast liðin ár og er í fullum gangi hjá fyrirtækjum á sviði ferða og afþreyingar, bílaleiga, gististaða og endursöluaðila. Vefverslunarkerfið er notað af yfir 400 aðilum á Íslandi. Um 50.000 bókanir fóru í gegnum kerfi Bókunar í janúar á þessu ári sem sýnir styrk kerfisins og trú ferðaþjónustuaðila á Íslandi á kerfinu. Gera má ráð fyrir að velta í gegnum kerfið nemi hátt í 1% af vergri landsframleiðslu á árinu 2016.

Nú geta allir ferðaþjónustuaðilar, sem svo kjósa, selt vörur sínar á vefnum og tengst hver öðrum í gegnum vefverslunarkerfið.

Heiti verkefnis: Vefverslunarkerfi fyrir ferðaþjónustu undir vörumerki söluaðila (e. white label)
Verkefnisstjóri: Ásthildur Skúladóttir, Bókun ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142346-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica