Verðmætasköpun úr rauðátu (Calanus finmarchicus) - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnssjóra

14.4.2021

Aukin eftirspurn sjávarafurða hefur síðustu 40 ár valdið aukinni ofveiði fiskistofna í höfum heimsins. Til þess að sporna við þessari neikvæðu þróun hefur fiskveiðistjórnun byggð á vísindum verið notuð í auknum mæli sem hefur leitt til samdráttar í útgefnum kvóta margra fisktegunda. 

Vegna þessa er leitað í auknum mæli með öðrum hráefnum úr hafinu sem hægt er að nýta með sjálfbærum hætti. Hafa augu manna beinst að mögulegri notkun á dýrasvifi til framleiðslu á næringingarefnum eins og fjölómettuðu ómega-3 fitusýrunum eikóspentaensýru (EPA, C20:5n3) og Rauðáta sem er frumneytandi í vistkerfi sjávar og er mikilvægur hluti af fæðu margra mikilvægra fisktegunda. Rauðáta finnst í gríðarlegu magni í hafinu í kringum Ísland og er meginuppistaðan í fæðu makríls sem verður til þess að mikið magn af rauðátu berst á land við vinnslu á honum. Því eru beinar veiðast rauðátu harðlega gagnrýndar.

Logo tækniþróunarsjóðsMeginmarkmið rannsóknarinnar var að rannsaka eiginleika rauðátu við Ísland og meta fýsileika þess að nýta hana þegar hún er veidd sem meðafli með uppsjávarfiski, s.s. makríl á sjálfbæran hátt. Rauðáta hefur fjölbreytta nýtingarmöguleika til bæði mann- og dýraeldis. Fitusamsetning rauðátu gerir hana t.d. verðmæta fyrir fiskolíuframleiðslu til manneldis, auk þess sem hún er rík af astaxanthíni og kítíni. Rauðátustofninn í kringum Ísland reynist þó breytilegur með tilliti til efnainnihalds og var breytileikinn háður fæðuframboði og umhverfisþáttum. Niðurstöður bentu til þess að að rauðátan fyrir sunnan Ísland væri lengst á veg komin í vexti og var byrjuð að sanfa fituforða fyrir vetrardvala. Með því að skoða fitusýrur sem líffræðileg sprotaefni (e. fatty acid trophy markers) var áætlað að rauðáta væri mikilvægasta einstaka dýrasvifstegundin í fæðu markríls. Mat á átustuðliá makríl bæði um borð í skipum strax eftir veiði og svo við vinnslu í landi sýndi fram á að mikill hluti dýrasvifsins sem berst um borð með makrílnum tapast á leiðinni í land. Áturíkt hliðarefni sem einangra má við vinnslu á makríl í landi einkenndist af háu magni fjölómettuðu ómega-3 fitusýranna EPA og DHA. Fitustöðugleiki og -gæði áturíka hráefnisins var mikill en háður tímanum frá veiðum að vinnslu. Meðhöndlun áturíks hráefnis í vatnshreinsikerfi vinnslunnar hafði neikvæð áhrif á bæði stöðugleika og gæði fitunnar og tapaðist mikið magn EPA og DHA við vinnsluna. Því er mælt með vinnslu hliðarhráefnisins eins framarlega í vinnslunni og auðið er.

Rauðáta sem berst á land hefur mikla möguleika fyrir áframhaldandi vinnslu í afurðir til manneldis þar sem hún er rík af fjölómettuðum ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA, auk astaxantíns og kítíns. Til stendur að fylgja þessum rannsóknarspurningum eftir í verkefninu BIOZOOSTAIN sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís og BlueBio Cofund Call 2020-2023.

HEITI VERKEFNI: Verðmætasköpun úr rauðátu (Calanus finmarchicus)

Verkefnisstjóri: María Guðjónsdóttir

Styrkþegi: Háskóli Íslands, Matvæla og næringarfræðideild

Tegund styrks: Hagnýtt rannsóknaverkefni

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 44.829.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica