WAGES - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.4.2018

Fyrirtækið eTactica þróar og markaðssetur hugbúnað og vélbúnað til rafmagnseftirlits. Er um að ræða öfluga lausn sem tekur bæði á rauntíma orkunotkun og rauntíma vöktun á vélbúnaði sem tryggir uppitíma, varar við bilunum og jafnvel fyrirbyggir tjón af völdum bilana.

eTactica (áður Remake Electric) þróar og markaðssetur hugbúnað og vélbúnað til rafmagnseftirlits. Félagið starfar aðallega á evrópskum fyrirtækjamarkaði. Vélbúnaður félagsins hefur þá sérstöðu að geta á hagkvæman hátt aðgreint rafmagnsnotkun niður á einstakar greinar (jafnvel tengla), og þannig fæst nákvæm mynd af neyslunni. eTactica hefur einnig þróað hugbúnað er tekur á móti þessum mælingum og birtir þær á einfaldan hátt. Hvað vélbúnað varðar hefur eTactica haldið sig við sitt sérsvið: rafmagnsmælingar. Hins vegar eru viðskiptavinir félagsins gjarnan í þeirri stöðu að þurfa einnig að fylgjast með vatnsneyslu og jafnvel gasi, olíu, og veðurupplýsingum, svo dæmi séu tekin. Hafa því komið fram sterkar óskir um að geta einnig birt slíkar mælingar í hugbúnaðarkerfi félagsins, og þannig fá heildstæða mynd af orkuneyslu rekstursins.

Heiti verkefnis: WAGES
Verkefnisstjóri: Kristján Guðmundsson, eTactica ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153065

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Því hóf eTactica hönnun á næstu kynslóð hugbúnaðar síns, kölluðum WAGES (Water, Air, Gas, Electricity, Steam), þar sem allir bestu hlutar eTactica kerfisins eru nýttir sem og sú reynsla sem komin er af notkun þess í margvíslegum rekstri á Íslandi og í Evrópu. Er um að ræða öfluga lausn sem tekur bæði á rauntíma orkunotkun og rauntíma vöktun á vélbúnaði sem tryggir uppitíma, varar við bilunum og jafnvel fyrirbyggir tjón af völdum bilana. Lausnin samanstendur af grunnkerfi og viðbótareiningum sem viðskiptavinir geta keypt eftir því sem við á. Þannig getur t.d. fasteignafélag keypt grunnkerfi og svo einingar eins og kostnaðarskiptingu fyrir leigutaka, framleiðslufyrirtæki tæki þá grunnkerfi og einingu fyrir rauntímavöktun á einstökum tækjum og vélum. 

eTactica hlaut í verkefnið styrk frá Tækniþróunarsjóð. Í stað þess að byggja nýtt kerfi frá grunni, var farin sú leið að fara í samstarf með íslenska hugbúnaðarfélaginu Activity Stream, en það félag hafði þegar smíðað öflugan grundvöll (e. platform), er eTactica gæti nýtt sér. Koma því þar saman sérfræðiþekking eTactica á rafmagnseftirliti, og sérfræðiþekking Activity Stream á hugbúnaðarþróun og þá sérstaklega gervigreind. 

eTactica og Activity Stream starfa nú saman við markaðssetningu nýju lausnarinnar, og er þar sérstaklega litið til stórnotenda, eins og íþróttaleikvanga, hótela, gagnavera, o.fl.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica