Waitree (nú Greendelay) - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.9.2020

Fyrir um tveimur árum gerði Tækniþróunarsjóður samning við fyrirtækið Dimmbláan himinn ehf. um stuðning við lögfræðilega gervigreind. Ætlun félagsins var að þróa kerfi sem gæti með sjálfvirkni lagt mat á málsatvik, sótt upplýsingar í gagnagrunna og komist að lögfræðilegri niðurstöðu með tilliti til gagna, dómafordæma og gildandi reglna. 

Logo tækniþróunarsjóðsRéttarsviðið sem Dimmblár himinn ehf. valdi sér var evrópskt regluverk um bætur til farþega sem verða fyrir röskun á flugferðum sínum. Eftir lögfræðilegar rannsóknir og umtalsverða vinnu við sjálfvirknivæðingu og tengingu við gagnagrunna hefur félagið nú smíðað kerfi sem flugfarþegar geta fært inn í grunnupplýsingar sem kerfið vinnur úr lögfræðilega niðurstöðu sem færð er í fullbúna lögfræðilega kröfugerð með vísan í dómafordæmi og gildandi regluverk á sekúndubroti.

Kerfið er aðgengilegt á www.greendelay.com

Heiti verkefnis: Waitree (nú Greendelay).
Verkefnisstjóri: Jónas Margeir Ingólfsson
Styrkþegi: Dimmblár himinn ehf. 
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 50 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica