WWII KARDS - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.3.2016

WWII KARDS-leikurinn er einfaldur að læra og spila en hefur sínar dýpri herkænskuhliðar sem snúa m.a að söfnun spila og samsetningu þeirra.

WWII KARDS er tölvu/snjalltækjaleikur sem blandar saman sígildum efnistökum seinni heimstyrjaldarinnar við ört vaxandi leikjaform sem eru safnkortaspil á stafrænu formi (e. digital card games). Leikurinn er einfaldur að læra og spila en hefur sínar dýpri herkænskuhliðar sem snúa m.a að söfnun spila og samsetningu þeirra. Mikið er lagt upp úr hönnun og útliti, bæði til að auka upplifun að spilun og söfnunargildi innan leiksins.

Að leiknum stendur fyrirtækið 1939 GAMES sem byggir á sterku grunnteymi, hlaðið af reynslu úr tölvuleikjageiranum (CCP) og nauðsynlegri menntun.

Heiti verkefnis: WWII KARDS
Verkefnisstjóri: Guðmundur Kristjánsson, 1939 Games ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 7 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153062-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

WWII KARDS verkefninu miðar vel og má segja að frumherjastyrkur Tækniþróunarsjóðs hafi komið verkefninu í gang af krafti. Styrkurinn gerði verkefnisstjóra kleift að helga sig verkefninu 100%, stóð undir kaupum á helsta búnaði og 1939 Games var formlega sett á laggirnar. Aðkoma sjóðsins lagði svo grunn að frekari fjármögnun frá einkaaðilum, viðamiklu samstarfi við annað tölvuleikjafyrirtæki (Directive Games) og í beinu framhaldi var svo ráðinn þaulreyndur tæknistjóri (CTO) til 1939 Games.   

Í samstarfi við Directive Games hefur frumgerð að WWII KARDS verið smíðuð og grunnur lagður að bakendatækni leiksins. Leikkerfi/reglur hafa verið í stanslausri þróun og eru langt komin.  

Talsverð vinna er eftir við verkefnið sem felst m.a í efnislegum viðbótum, grafík, hljóðvinnslu, forritun ásamt útgáfu og markaðssetningu en stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur reynst ómetanlegur í að koma verkefninu á þann stað sem raun ber vitni.

Afrakstur verkefnisins 

  • Verkefnið er enn í fullri vinnslu og afrakstur mun fyrst byrja að koma í ljós seinna á þessu ári (2016) miðað við áætlanir okkar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica