Aquaponics.is - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.3.2018

Á undanförnum misserum hefur Svinna-verkfræði ehf. unnið að þróun á samrækt  en það er hringrásarferli sem sameinar fiskeldi og grænmetisræktun í eitt framleiðsluferli. Næringarríkt affallsvatn frá fiskeldinu er notað sem áburðarvatn fyrir plönturnar. Plönturnar hreinsa vatnið sem síðan má skila aftur til fiskanna.

Á undanförnum misserum hefur Svinna-verkfræði ehf. unnið að þróun á samrækt (enska: aquaponics), en það er hringrásarferli sem sameinar fiskeldi og grænmetisræktun í eitt framleiðsluferli. Næringarríkt affallsvatn frá fiskeldinu er notað sem áburðarvatn fyrir plönturnar. Plönturnar hreinsa vatnið sem síðan má skila aftur til fiskanna. Aðferðin hefur hlotið vaxandi athygli úti um allan heim á undanförnum árum og fjölmörg smærri kerfi hafa verið byggð í Evrópu aðallega til rannsókna en fyrstu sprotafyrirtækin eru að setja upp framleiðslukerfi.

Heiti verkefnis: Aquaponics.is
Verkefnisstjóri: Ragnheiður Þórarinsdóttir, Svinnu-verkfræði ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 3 á árunum 2014-2017
Fjárhæð styrks: 37, 5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142372

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Stærsta framleiðslukerfið í Evrópu er 6.000 fermetra kerfi NERBREEN á Norður-Spáni (www.nerbreen.com) og annað framsækið fyrirtæki UrbanFarmers er staðsett í 1.500 fermetra gróðurhúsi sem er byggt uppi á þaki á iðnaðarbyggingu í Haag í Hollandi. Þá eru nokkrir aðilar komnir af stað með uppbyggingu á litlum eða meðalstórum kerfum t.d. í Danmörku, Belgíu, Bretlandi, Noregi, Frakklandi, Slóveníu, Spáni og Þýskalandi. 

Dr. Ragnheiður Þórarinsdóttir hafði forgöngu um stofnun alþjóðlegra félagasamtaka Association of Commercial Aquaponics Companies (ACAC) sem nú telur 27 fyrirtæki frá 14 löndum í Evrópu. Hér heima hefur nokkrum smærri kerfum verið komið upp og kom Svinna-verkfræði upp litlu pilot-kerfi í Sjávarklasanum í Reykjavík þar sem gestir geta komið og kynnt sér aðferðarfræðina og önnur kerfi voru sett upp í samstarfi m.a. við Garðyrkjustöðina Laugarmýri í Skagafirði. Þessi vinna hefur nú leitt til stofnunar nýrra fyrirtækja hérlendis sem eru í fararbroddi á þessu sviði. Að Laugarmýri í Skagafirði hefur verið byggt nýtt gróðurhús fyrir stækkun samræktarkerfisins og samhliða er verið að koma upp heimsóknarrými þar sem gestum verður boðið að bragða á framleiðslunni og læra um hringrás næringarefna og vatns og sjálfbæra nýtingu jarðvarmans á Íslandi til matvælaframleiðslu. Samhliða er unnið að því að setja upp fyrirtæki nær höfuðborgarsvæðinu sem byggir á sama grunni.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

  • Nýtt sprotafyrirtæki Samrækt ehf. sem hefur m.a. útbúið viðskiptaáætlun fyrir samræktarverkefni í tengslum við Hellisheiðarvirkjun og vinnur að öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum á þessu sviði.
  • Nýtt sprotafyrirtæki Samrækt Laugarmýri ehf. sem hefur byggt nýtt gróðurhús að Laugarmýri í Skagafirði fyrir samrækt. Í tengslum við framleiðsluna hefur verið hannað heimsóknarrými þar sem gestir geta lært um framleiðsluferlið, hringrásarferli almennt, sögu staðarins og beina nýtingu jarðvarmans að Laugarmýri.
  • Stofnun alþjóðlegra félagasamtaka, Association of Commercial Aquaponics Companies (ACAC), sem telur nú 27 fyrirtæki frá 14 löndum.
  • Tvær meistararitgerðir frá Háskóla Íslands: Ragnar Ingi Danner með meistarapróf í líffræði og Christopher Williams með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði.

Bókarkaflar:

Thorarinsdottir, R., Coaten, D., Pantanella, E., Shultz, C., Stander, H. And Ragnarsdottir, K.V. Renewable energy use for aquaponics development on global scale towards sustainable food production. In: Geothermal, Wind and Solar Energy Applications in Agriculture and Aquaculture, Sustainable Energy Development Series, CRC Press, July 2017, 362 pages. ISBN 9781138029705

Kledal, Paul Rye and Thorarinsdottir, R., (2018): Aquaponics - a new niche for sustainable aquaculture in the book: "Sustainable Aquaculture", part of the Applied Environmental Science & Engineering for a Sustainable Future (AESE) series, Springer

Thorarinsdottir R.I. (Ed.) Aquaponics Guidelines, ISBN: 978-9935-9283-1-3, August 2015, University of Iceland

Greinar:

Milicic, V., Thorarinsdottir, R., Dos Santos, M. and Hancic, M.T., Commercial Aquaponics Approaching the European Market: To Consumers' Perceptions of Aquaponics Products in Europe, Water, 2017, 9, 80; DOI: 10.3390/w9020080

Atlason, R.S., Danner, R.I., Unnthorsson, R., Oddsson, G.V., Sustaeta, F. and Thorarinsdottir, R., Energy return on investment for aquaponics: case studies from Iceland and Spain, BioPhysical Economics and Resource Quality, February 2017

Bjornsdottir, R., Oddsson, G.V., Thorarinsdottir, R. and Unnthorsson, R., Taxonomy of Means and Ends in Aquaculture Production—Part 1: The Functions, Water, 2016, 8, 319; DOI: 10.3390/w8080319

Goddek, S., Delaide B., Mankasingh U., Ragnarsdottir, K.V., Jijakli, H. and Thorarinsdottir, R., Challenges of Sustainable and Commercial Aquaponics, Sustainability, 2015, 7, 4199-4224

Ráðstefnugreinar birtar í ráðstefnuritum og með erindi:

Thorarinsdottir R.I. and Hancic, M.T., ACAC – Association of commercial aquaponics companies in Europe, Aquaculture Europe, EAS2017 in Dubrovnik October 2017

Joly, A., Thorarinsdottir, R.I. and Hancic, M.T., From dream to reality: Difficulties encountered by aquaponic start-ups in Europe, Aquaculture Europe, EAS2017 in Dubrovnik October 2017

Milicic, V., Thorarinsdottir, R., Skar, S.L.G. and Hancic, M.T., Consumer acceptance of aquaponics products, Aquaculture Europe 16, September 21-23 2016, Edinburgh, Scotland.

Thorarinsdottir, R.I., Kotzen, B., Milliken, S., Kopina, M. and Pantanella E., Analytical innovation system framework analysis on commercial aquaponics development in Europe, Aquaculture Europe 15, October 20-23 2015, Rotterdam, Netherlands

Auk þess hafa ýmis erindi verið haldin hérlendis og erlendis. Á árinu 2017 var verkefnið t.d. kynnt með erindi á ráðstefnunni Strandbúnaður á Grand Hótel í Reykjavík 14. mars og á fræðslufundi hjá pírötum 9. mars, á ráðstefnunni Úrgangur í dag – auðlind á morgun á Grand Hóteli 24. maí, á Hátíð hafsins á Grandagarði í júní, á ráðstefnu sem haldin var af Eimi í Hofi á Akureyri í júní, og á ráðstefnu í Færeyjum sömuleiðis í júní. Þá var haldið erindi á COST FA1305 ráðstefnunni sem haldin var í Murcia á Spání í apríl og staða verkefnisins einnig kynnt á COST fundi í Dubrovnik í Króatíu í október.

Allar útgefnar greinar eru aðgengilegar á vefnum. Bókarkafli frá 2017 fylgir með í viðhengi, sem og helstu greinar og ráðstefnugreinar og hinn bókarkaflinn kemur út í apríl 2018.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica