Lífvirk efni úr roði - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.11.2017

Roð inniheldur mikið magn af próteininu kollagen sem hægt er að nýta í verðmætar afurðir svo sem snyrtivörur og fæðubótarefni eftir að það hefur verið brotið niður með ensímum í kollagenpeptíð.

Lokið er verkefninu Lífvirk efni úr roði sem var styrkt af Tækniþróunarsjóði og unnið af Codland og Matís.

Á fiskveiðiárinu 2015/2016 voru veidd á Íslandsmiðum 252 þúsund tonn af þorski. Miðað við að roð sé um 3-5% af fisknum hafa fallið til um 10 þúsund tonn af roði. Nokkuð af því roði verður alltaf selt með fisknum t.d. sem flattur harðfiskur en ljóst þykir að mikið af roðinu hefur verið fargað hjá vinnslu eða neytendum. Hingað til hefur roðinu verið að mestu leyti fargað eða selt á lágu verðu t.d. í minkafóður. Roð inniheldur mikið magn af próteininu kollagen sem hægt er að nýta í verðmætar afurðir svo sem snyrtivörur og fæðubótarefni eftir að það hefur verið brotið niður með ensímum í kollagenpeptíð. Fyrirtækið Codland stefnir á að byggja verksmiðju og hefja framleiðslu í árslok 2018 og er gert ráð fyrir að framleiðslumagn verði aukið jafnt og þétt þar til að kollagenpeptíð verði framleidd úr 4.000 tonnum af hráefni (roði) á hverju ári frá og með árinu 2023.

Heiti verkefnis: Lífvirk efni úr roði
Verkefnisstjóri: Davíð Tómas Davíðsson, Codland ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152832061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Í verkefninu var unnið að því að afla þekkingar á því hvernig stýra má hagnýtum eiginleikum kollagenpeptíða að óskum kaupenda á nákvæman og áreiðanlegan hátt. Verður þá hægt að taka stóran hluta framleiðslunnar inn á þá markaði sem borga best. Aðferð við útdrátt á próteininu Elastín var einnig sett upp í verkefninu og mun sú þekking nýtast ef ákveðið verður að fara út í þá vinnslu. Ekki síst voru settar upp aðferðir til að mæla lífvirkni afurða sem og skynmatslega eiginleika þeirra.
Skýrslan er bundin trúnaði fyrst um sinn 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

Skýrslur

 1. Gunnhildur Ósk Guðmundsdóttir. 2015. Einangrun á kollageni. Tilraunaskýrsla.
 2. Dagný Björk Aðalsteinsdóttir. 2016. Isolation, hydrolysation and bioactive properties of collagen from cod skin. MS-ritgerð
 3. Janne Vanwynsberghe. 2016. Optimisation of the collagen extraction from cod skin. BS-ritgerð
 4. Maxime Claeys. 2016. Peptide properties of collagen hydrolysates from cod skin. BS-ritgerð
 5. Thomas Degrange. 2016. Collagen Hydrolysatation from Cod Skin. Tilraunaskýrsla.
 6. Emile Merlevede. 2016. Isolation of collagen from fish. BS-ritgerð
 7. Iris Van Hoegaerden. 2017. Influence of freezing and frozen storage of the fish skin on the collagen extraction and quality of the collagen and bioactive properties of collagen hydrolysate. BS-ritgerð
 8. Nicola Zenzole Heimback. 2017. Bioactivity of Collagen and Elastin Peptides from Atlantic Cod Skin. MS-ritgerð
 9. Margrét Eva Ásgeirsdóttir. 2017. Elastin extraction from fish skin. Tilraunaskýrsla
 10. Janne Huber. 2017. Lífvirk efni úr roði – project report on chondroprotection. Tilraunaskýrsla
 11. Guðrún Kristín Eiríksdóttir. 2017. Report on bioactivity measurements. Tilraunskýrsla
 12. Guðrún Kristín Eiríksdóttir. 2017. SDS PAGE. Tilraunaskýrsla
 13. Aðalheiður Ólafsdóttir. 2017. Skynmat á fiskpróteinum. Tilraunaskýrsla
 14. Margrét Geirsdóttir. 2017. Hydroxyprólíninnihald í sýnum. Tilraunaskýrsla
 15. Holly Petty. 2016. Collagen and Collagen Peptide Product Review:A Supplement to Codland Collagen Market Analysis. Markaðsskýrsla
 16. Monica Daugbjerg Christensen. 2017. Dentric Cells. Tilraunaskýrsla 

Fyrirlestrar og ráðstefnur

Margrét Geirsdóttir, Dagný Björk Aðalsteinsdóttir, Guðrún Kristín Eiríksdóttir, Hilma Eiðsdóttir Bakken, Margrét Eva Ásgeirsdóttir and Eva Kuttner. 2016. Bioactive properties of collagen hydrolysates from cod skin. 46th WEFTA CONFERENCE. 12-14 October 2016. Split, Croatia.

Greinar almenns eðlis

Margrét Geirsdóttir. 2017. Mikilvægi fullnýtingar. Sjávarafl, Júní 2017, 3. Tölublað, 4. Árgangur, bls. 9-11.

Áætlað

Margrét Geirsdóttir. 2017. Looking into Production of Hydrolysed Collagen from Fishery By-products. World Collagen Conference – Fyrirlestur - 6-7 September 2017, London, UK.

Margrét Geirsdóttir. 2017. Ingredients development from Seaweed/ Collagen from seafood orgin. World Seafood Conference. Fyrirlestur – 10-13 september 2017, Reykjavík, Ísland.

Mar grét Geirsdóttir o.fl. 2017. Evaluation of different methods for elastin extraction from cod skin. Poster. 47th WEFTA Conference, 9-12 október 2017, Dublin, Írlandi. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica