Lokið er M-ERA net -verkefninu „SurfLenses - Surface modifications to control drug release from therapeutic ophthalmic lenses”

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

11.8.2017

Verkefnið var samstarfsverkefni sex samstarfsaðila frá þremur löndum Portúgal, Belgíu og Íslandi.

Verkefnið var samstarfsverkefni  sex samstarfsaðila frá þremur löndum Portúgal, Belgíu og Íslandi. Verkefnisstjóri heildarverkefnisins var prófessor Ana Paula Serro við Tækniháskólann (IST) í Lissabon.  Verkefnisstóri íslenska hluta verkefnisins, sem var styrktur af Tækniþróunarsjóði, var  Már Másson, prófessor í lyfjaefnafræði  við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands  og meðumsækjandi var prófessor Fjóla Jónsdóttir prófessor í vélaverkfræði , við Iðnaðar-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ.

Heiti verkefnis: Surface modifications to control drug release from therapeutic ophthalmic lenses
Verkefnisstjóri: Már Másson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: M-ERA net
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 22,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 13-1309

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Markmið verkefnisins var að þróa húðaðar augnlinsur og gerviaugasteina til lyfjagjafar fyrir augnsjúkdóma og til að draga úr aukaverknum vegna augasteinaaðgerðar. Verkefnisstjóri heildarverkefnisins hefur nú skilað lokskýrslu fyrir heildarverkefnið sem finna má á vefsíðunni (https://surflenses.wixsite.com/surflenses). Öllum markmiðum sem skilgreind voru í upphaflegri umsókn var náð. Mismunandi gerðir  gerviaugasteina og augnlinsa voru þróaðar og prófaðar í verkefninu og því lauk með dýratilraun þar sem notagildi gerviaugasteina til lyfjagjafar var rannsakað.

Hlutverk Íslensku þátttakendanna í þessu verkefni var að þróa stærðfræðilíkan sem lýsir lyfjalosun úr augasteinum og augnlinsum.  Einnig var gögnum  um losun og flæði mismunandi lyfja safnað með tilraunum með Franzflæðisellum og smíðaðar kítósanafleiður sem samstarfsaðilar í Portúgal notuðu til að húða augnlinsur og gerviaugasteina. Stærðfræðilíkan sem lýsir  lyfjalosun og misumandi þáttum sem hafa áhrif á hana var þróað.  Fundnar voru lausnir sem byggðust á númerískri aðferðafræði. Líkanið var leyst fyrir lyfjaflutningi í einvíðu marglaga kerfi þar sem gert er ráð fyrir breytilegri lyfjaleysni og flutningsföstum milli laga, afturkræfri bindingu, flæðistuðlum og upplausnarhraða.  Gögn úr Franzflæðisellutilraunum voru bestuð og sýnt fram á að það var hægt að nota líkanið til að spá fyrri um lyfjagjöf og styrk lyfs í auganu.

Niðurstöður íslenska hópsins hafa verið birtar í tveimur útkomum greinum. Auk þess hefur ein grein verið send til birtingar og unnið er að frekar birtingum á niðurstöðum verkefnisins í samstarfi við samstarfsaðila í Portúgal.  

Íslensku aðilarnir hafa rætt við fyrirtæki um mögulega hagnýtingu stærðfræðilíkansins sem nú er búið að þróa og nú eru fleiri verkefni í undirbúning þar sem stærðfræðilíkanið yrði nýtt til að styðja við þróun á annarskonar lyfjagjöf.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit. 

  1. Bergthóra S. Snorradóttir, Fjóla Jónsdóttir, Sven Th. Sigurdsson and Már Másson (2014). Numerical Modelling of Transdermal Delivery from Matrix Systems: Parametric Study and Experimental Validation with Silicone Matrices. Journal of Pharmaceutical Sciences 103, 8, 2366–2375
  2. Kristinn Gudnason, Svetlana Solodova, Mar Masson, Sven Th. Sigurdsson, Fjola Jonsdottir. Numerical Simulation of Franz Di usion Experiment: Application to Drug Loaded Soft Contact Lenses (2017) Journal of Drug Delivery Science and Technology 38, 18–27
  3. Kristinn Gudnason, Svetlana Solodova, Mar Masson, Sven Th. Sigurdsson, Fjola Jonsdottir. (2017) A Numerical Framework for Drug Transport in a Multi-Layer System with Discontinuous Interlayer Condition project. Mathematical Bioscience (Under Review)
  4. Sevetlana Solodova, Andreia Pimenta, Bergthora Snorradottir1 ,Kristinn Gudnason, Benilde Saramago, Sven Sigurdsson,  Fjola Jonsdottir,  Ana Paula Serro, Már Másson. Drug Diffusion in Hydrogel Based Contact Lens Material: Experimental Investigation and Numerical Modeling. (Manuscript)








Þetta vefsvæði byggir á Eplica