Í þessu verkefni hefur verið unnið að undirbúningi fyrir markaðssetningu lausnar til kælingar á kjúklingi hjá Thor Ice Chilling Solutions ehf.
Í þessu verkefni hefur verið unnið að undirbúningi fyrir
markaðssetningu lausnar til kælingar á kjúklingi hjá Thor Ice Chilling
Solutions ehf.
Markaðsgreining hefur verið unnin og eldri greiningar á markaðsstærð endurmetnar og þeim breytt til samræmis við nýjustu upplýsingar. Þörfin fyrir lausn til kælingar á kjúklingi hefur verið metin með heimsóknum til framleiðenda á kjúklingi (sláturhús) og með samvinnu við framleiðendur á tækjabúnaði fyrir þennan markað.
Heiti verkefnis: Markaðssetning á kælikerfi í
kjúklingaframleiðslu
Verkefnisstjóri: Þorsteinn Ingi Víglundsson, Thor Ice Chilling Solutions ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164181-061
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Þróaður hefur verið vélbúnaður til þess að nota við kynningu, “Road-Show”, og við sýningar á lausninni til þess að geta sannfært kaupendur um notagildi kerfisins með heimsóknum og tilraunum í þeirra eigin verksmiðjum.
Náðst hefur mikilvægur áfangi með viðurkenningu matvælaeftirlits Finnlands á notkun þessarar lausnar til þess að kæla kjúkling í finnskum verksmiðjum. Slík viðurkenning er forsenda fyrir kaupum á kerfinu hjá stærsta matvinnslufyrirtæki Finna.
Niðurstaða þessa verkefnis er skýr sýn á markaðinn og þörfina og er niðurstaðan sú að lausnin getur leyst vandamál sem er erfitt og kostnaðarsamt hefur verið að fá lausn á áður.
Þegar hafa orðið til “spin-off” afurðir og markaðir í framhaldi af þessari greiningu.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.