Markaðssetning á kælikerfi í kjúklingaframleiðslu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.2.2017

Í þessu verkefni hefur verið unnið að undirbúningi fyrir markaðssetningu lausnar til kælingar á kjúklingi hjá Thor Ice Chilling Solutions ehf.

Í þessu verkefni hefur verið unnið að undirbúningi fyrir markaðssetningu lausnar til kælingar á kjúklingi hjá Thor Ice Chilling Solutions ehf.

Markaðsgreining hefur verið unnin og eldri greiningar á markaðsstærð endurmetnar og þeim breytt til samræmis við nýjustu upplýsingar. Þörfin fyrir lausn til kælingar á kjúklingi hefur verið metin með heimsóknum til framleiðenda á kjúklingi (sláturhús) og með samvinnu við framleiðendur á tækjabúnaði fyrir þennan markað.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á kælikerfi í kjúklingaframleiðslu
Verkefnisstjóri: Þorsteinn Ingi Víglundsson, Thor Ice Chilling Solutions ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164181-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þróaður hefur verið vélbúnaður til þess að nota við kynningu, “Road-Show”, og við sýningar á lausninni til þess að geta sannfært kaupendur um notagildi kerfisins með heimsóknum og tilraunum í þeirra eigin verksmiðjum.

Náðst hefur mikilvægur áfangi með viðurkenningu matvælaeftirlits Finnlands á notkun þessarar lausnar til þess að kæla kjúkling í finnskum verksmiðjum. Slík viðurkenning er forsenda fyrir kaupum á kerfinu hjá stærsta matvinnslufyrirtæki Finna.

Niðurstaða þessa verkefnis er skýr sýn á markaðinn og þörfina og er niðurstaðan sú að lausnin getur leyst vandamál sem er erfitt og kostnaðarsamt hefur verið að fá lausn á áður.

Þegar hafa orðið til “spin-off” afurðir og markaðir í framhaldi af þessari greiningu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica