Mekano smellutengi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

1.7.2016

Helstu markmið Mekano ehf. er að hanna besta fáanlega fjöltengið fyrir almennan markað, framleiða og selja. 

Mekano ehf. hefur klárað hönnun á fyrstu einingum fyrir smellufjöltengið sem er uppfærð útfærsla á fjöltengjum. Einnig hafa  verksmiðjur verið valdar og framleiðsluferlið skipulagt.  Mekano ehf. hlaut frumherjastyrk úr Tækniþróunarsjóði vorið 2015 og var sá styrkur notaður til að þróa okkar lausn á þeim vandamálum sem fylgja oft  fjöltengjum. Hugmyndafræði okkar byggir meðal annars á þróun nýrrar tækni á fjöltengjum með sérstakri áherslu á aðgengilegri, einfaldri og  stílhreinni hönnun. Til að ná þessu markmiði hefur Mekano ehf. komið fram með brautryðjandi tækninýjungar með hugmyndaríkum og  frumlegum nálgunum, þar sem vandamál við nútíma notkun eru leyst. Mekano ehf. býður upp á fjölbreytt úrval eininga til samsetningar. Þar  á meðal tengla, USB-hleðslueiningar, spennubreyta og fleira. Margar frumgerðir voru smíðaðar og eftir það ferli er núna komin  lokaútfærsla sem er tilbúin í framleiðslu. Álætlað er að fyrstu vörur Mekano ehf. komi í íslenskar verslanir í lok árs 2016.  

Heiti verkefnis: Mekano smellutengi
Verkefnisstjóri: Sigurður Örn Hreindal Hannesson, Mekano ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 7 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 152953-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Sá árangur sem náðst hefur á svo stuttum tíma er frábær. Ekki aðeins hefur varan verið fullhönnuð heldur hefur Mekano ehf. núna þrjár verksmiðjur í Kína sem munu sjá um framleiðslu, samsetningu, prófanir og sendingar á tilbúnum söluvörum til Íslands eða í okkar vöruhús hvar sem er.

Birtar greinar, umfjallanir og viðburðir

23.02.2015 – Viðskiptablaðið - Topp tíu hugmyndir í Gullegginu 2015
http://www.vidskiptabladid.is/m/114475/

24.02.2015 – Samtök atvinnulífsins, vefsvæði – Topp tíu hugmyndir í Gullegginu 2015
http://www.sa.is/frettatengt/frettir/tiu-vidskiptahugmyndir-keppa-um-gulleggid-2015/

25.02.2015 – Kjarninn, vefsvæði – Val fólksins í Gullegginu – Hver á bestu hugmyndina
http://kjarninn.is/frettir/hver-a-bestu-hugmyndina-i-gullegginu-thu-velur/

07.03.2015 – Viðskiptablaðið, vefsvæði – Úrslit Gulleggsins 2015
http://www.vb.is/frettir/strimillinn-hlaut-gulleggid-2015/114921/

08.03.2015 – Vísir, vefsvæði – Úrslit Gulleggsins 2015
http://www.visir.is/strimillinn-er-sigurvegari-gulleggsins/article/2015150309147

09.03.2015 – Bifröst, vefsvæði – Úrslit Gulleggsins 2015
http://www.bifrost.is/um-haskolann/frettir-og-tilkynningar/sigurvegarar-gulleggsins-2015/3083

09.03.2015 – Nova.is – Úrslit Gulleggsins 2015
https://www.nova.is/dansgolfid/faersla/2015/03/09/Strimillinn-hreppti-Gulleggid

10.03.2015 – Íslandsstofa, vefsvæði – Úrslit Gulleggsins 2015 – Verðlaun frá Íslandsstofu
http://www.islandsstofa.is/frettir/islandsstofa-a-medal-styrktaradila-gulleggsins-2015-/529

10.03.2015 – Landsbankinn, vefsvæði – Úrslit Gulleggsins 2015
https://www.landsbankinn.is/frettir/2015/03/10/Strimillinn-vann-Gulleggid-2015/?p=33

10.03.2015 – Alcoa, vefsvæði – Úrslit Gulleggsins 2015
https://www.alcoa.com/iceland/ic/news/whats_new/2015/2015_03_gulleggid.asp

10.03.2015 – Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum – Úthlutun úr styrktarsjóð
http://www.sss.is/sites/default/files/uthlutunarlisti_mars_2016.pdf

11.03.2015 – Student.is – Úrslit Gulleggsins 2015
http://www.student.is/strimillinn_hreppir_fyrsta_saetid

12.03.2015 – Social-peek.com – Úrslit Gulleggsins 2015
http://www.social-peek.com/Keywords/frumlegum

19.03.2015 – Juice.is – Úrslit Gulleggsins 2015
http://www.juice.is/urslit-gulleggsins-2015-tilkynnt/

16.04.2015 – Viðskiptaþing Hörpu – Kynning á Mekano ehf.

30.04.2015 – keilir.net – Umfjöllun um að Mekano ehf. hafi verið tilnefnt í Nordic Startup Awards sem besti nýliðinn
http://www.keilir.net/kit/nam/frettir/mekano-tilnefnt-til-nordic-startup-awards

30.04.2015 – Víkurfréttir, blað og vefur – Umfjöllun um að Mekano ehf. hafi verið tilnefnt í Nordic Startup Awards
30.04.2015 – Tæknifræðingafélag Íslands, tfi.is – Umfjöllun um að Mekano ehf. hafi verið tilnefnt í Nordic Startup Awards
http://www.tfi.is/um-tfi/frettir/nr/3689

04.05.2015 – mbl.is – Umfjöllun um að Mekano ehf. hafi verið tilnefnt í Nordic Startup Awards sem besti nýliðinn

11.05.2015 – Vefur Háskóla Íslands – Umfjöllun um að Mekano ehf. hafi verið tilnefnt í Nordic Startup Awards
http://www.hi.is/frettir/taeknifraedingur_ur_hi_og_keili_tilnefndur_til_verdlauna

13.05.2015 – Rannís – Úthlutun Tækniþróunarsjóðs 13. maí 2015
https://www.rannis.is/frettir/nr/3246

18.05. 2015 – Tæknifræðingafélag Íslands, tfi.is – Mekano ehf. er besti nýliðinn á Íslandi á vegum Nordic Startup Awards
http://www.tfi.is/um-tfi/frettir/nr/3692


Þetta vefsvæði byggir á Eplica