Verkefnið Hástyrktir bremsuklossar í bíla naut þriggja ára stuðnings Tækniþróunarsjóðs. Verkefnið var unnið undir MATERA-samstarfsneti Evrópubandalagsins og voru samstarfsaðilar frá Póllandi, Slóveníu og Luxemburg.
Heiti verkefnis: Hástyrktir bremsuklossar í bíla - SINACERDI
Verkefnisstjóri. Ingólfur Þorbjörnsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur, MATERA
Styrkár: 2010-2012
Fjárhæð styrks: 18 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 10-0755
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Innan verkefnisins var hlutverk íslensku aðilanna að hanna og þróa sérstyrkt seigjárn sem gæti nýst sem efni í bremsuklossa stærri sportbíla og mótorhjóla og þannig komið í stað keramískra efna sem nýtt eru í dag. Eiginleikar sérstyrkta seigjárnsins eru mjög góðir sliteiginleikar samhliða hárri hitaleiðni en báðir þessir kostir eru ákjósanlegir í bremsuklossa. Keramísku efnin hafa gott slitþol en mjög lága hitaleiðni. Auk þessa er sérstyrkt seigjárn talsvert ódýrara en keramík. Samstarfsaðilar okkar í Póllandi unnu við þróun keramískra samsetninga, Lippman-stofnunin í Luxemburg sá um efnisgreiningar, Tækniháskólinn í Ljubljana um prófanir á slitþoli í rannsóknastofu og fyrirtækið MS-Production í Bled, Slóveníu, um raunprófanir á efnunum.
Sérstyrkta seigjárnið er afurð rannsókna og þróunarstarfs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf. Efnið er íslensk hönnun og hefur innan verkefnisins þegar verið sótt um einkaleyfi á efninu auk þess sem vörumerki hefur verið hannað og verndað hérlendis sem og á helstu mörkuðum erlendis. Niðurstöður verkefnisins voru þær helstar að sérstyrkta seigjárnið sýndi mikinn slitstyrk í öllum prófunum og hærri en samanburðarefni úr málmum og keramískum samsetningum. Efnið sýndi einnig mjög stöðugan viðnámsstuðul óháðan hita sem er nauðsynlegt til notkunar í bremsuklossa. Við verkefnislok er búið að prófa efnið í stóru mótorhjóli en sökum mistaka hjá fyrirtækinu í Slóveníu var efnið ekki prófað á réttan hátt og hefur staðið til að endurtaka þær prófanir. Niðurstöður þeirra prófana liggja ekki fyrir nú þegar verkefninu lýkur.
Afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.