Tilreiddur fiskur - með íblönduðum mjólkursýrubakteríum - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

1.10.2015

Sérstakur gaumur var gefinn að því að nýta afskurð, marning og það hold sem situr eftir á hryggjarstykki fisks, þegar hryggurinn kemur úr flökunarvél.

Verkefni undir heitinu Hekla – tilreiddur fiskur, var sett á stofn árið 2013 til að rannsaka möguleika þess að framleiða og markaðssetja tilreidda fiskrétti frá Vestfjörðum. Undirtitill var að nýta mjólkurafurðir til íblöndunar og einnig að rannsaka möguleika þess að nýta mjólkursýrubakteríur til að auka geymsluþol afurða. Verkefnið var unnið í samvinnu fiskverkenda á Vestjörðum, Mjólkursamsölunnar, Matís o.fl. 

Nálægð við hráefnisuppsprettu og fiskvinnslur gefa möguleika á afbragðs hráefni. Sérstakur gaumur var gefinn að því að nýta afskurð, marning og það hold sem situr eftir á hryggjarstykki fisks, þegar hryggurinn kemur úr flökunarvél. Til þess að fanga það hráefni voru bæði prófaðar handvirkar og vélrænar aðferðir með einskonar lofthníf. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að hanna vélbúnað.

Heiti verkefnis: Tilreiddur fiskur (með íblönduðum mjólkursýrubakteríum)
Verkefnisstjóri: Gísli Jón Hjaltason, Heklu
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2
Fjárhæð styrks: 9,21 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 121545-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Rannsókn fór fram á möguleika þess að nota mjólkursýrubakteríur til að lengja líftíma fersks fisks. Tilraunin gaf ekki þá raun sem vonast var til en nýjar rannsóknir lofa góðu með framhald á hugmyndinni en þær eru nú unnar utan við svið þessa verkefnis.
Gerð var ýtarleg markaðskönnun í Evrópu og innanlands.Þróaðar voru afurðir og lögð áhersla á bestu möguleg gæði. Farið var í ýtarlegt vörumat og neitendakönnun gerð. Lagt var í mat á kostnaði við kaup á vélbúnaði og húsnæðisþörf metin.

Aðstandendur verkefnisins eru þess fullvissir að fullvinnslu fiskrétta í náinni samvinnu við aðila í sjávarútvegi á Vestfjörðum sé áhugaverð. Verkefni þetta mun auðvelda hagsmunaaðilum að meta þessa hugmynd betur. Næsta skref verður að að gera frekari hagkvæmnisathugun og markaðskönnun.

Aðstandendur verkefnisins þakka Tækniþróunarsjóði og AVS sjóði veittan stuðning við verkefni þetta.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica