Úthlutanir: 2017

21.12.2017 : MEDIA: Úthlutanir ársins 2017

Árið 2017 var gjöfult ár fyrir íslensk kvikmyndafyrirtæki. Enn og aftur er nýtt met slegið í úthlutunum til íslenskra fyrirtækja í hljóðmyndræna geiranum. Úthlutað var ríflega 1,1 milljón evra eða um 134 milljónum íslenskra króna til íslenskra umsækjenda. Í fyrsta skipti fengu tvær íslenskar spennuþáttaraðir styrki samtímis, sem er frábær árangur og ber vitni um færni okkar fagfólks.

Lesa meira

21.12.2017 : Menning: Úthlutanir ársins 2017

Í menningarhluta Creative Europe eru ÚTÓN – Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands þátttakendur í tveimur evrópskum samstarfshópum og Iceland Airwaves tekur þátt í samstarfs­verkefninu Keychange.

Lesa meira

19.12.2017 : Seinni úthlutun Æskulýðssjóðs 2017

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum að leggja til við ráðherra að úthluta ellefu verkefnum alls 4.560.000 í seinni úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

18.12.2017 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2017

Á haustmisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 32 fyrirtækja til samninga um verkefnisstyrki fyrir allt að fimm hundruð og tíu milljónum króna. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.*

Lesa meira

30.6.2017 : Úthlutun Nordplus 2017

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2017.

Lesa meira

26.6.2017 : Creative Europe sumarfréttir 2017

Yfirlit yfir úthlutanir til íslenskra aðila frá Creative Europe á fyrri hluta ársins.

Lesa meira

19.6.2017 : Úthlutun úr Tónlistarsjóði seinni úthlutun 2017

Menntamálaráðherra hefur að tillögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr Tónlistarsjóði fyrir seinni helming ársins 2017.

Lesa meira

19.6.2017 : Hljóðritasjóður fyrri úthlutun 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri úthlutun úr sjóðnum 2017.

Lesa meira

1.6.2017 : Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar fyrir árið 2017

Stjórn Rannsóknarsjóðs Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2017, en umsóknarfrestur rann út 2. maí síðastliðinn. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Lesa meira

1.6.2017 : Stjórn Innviðasjóðs hefur úthlutað styrkjum úr sjóðnum fyrir árið 2017

Alls bárust sjóðnum 70 umsóknir þar sem samtals var sótt um 644 milljónir króna.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

1.6.2017 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs vor 2017

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 51 fyrirtækja, stofnana og háskóla að ganga til samninga um verkefnisstyrki fyrir allt að átta hundruð milljónum króna. Þá hafa 20 einstaklingar hlotið undirbúningsstyrki fyrir 30 milljón króna.

Lesa meira
Myndir af styrkþegum Erasmusplus 2017

12.5.2017 : Mikil aukning í starfsmennta­styrkjum í Erasmus+ mennta­áætluninni

Rannís hefur úthlutað um 3,5 milljónum evra eða tæplega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Fjármagninu var úthlutað til 63 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.

Lesa meira

12.4.2017 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2017

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2017. Umsóknir voru alls 92 talsins að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu alls 138,5 milljónum króna en til ráðstöfunar var rúm 51 milljón króna.

Lesa meira

16.3.2017 : Fyrri úthlutun Æskulýðssjóðs árið 2017

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum 22. febrúar sl. að leggja til við ráðherra að úthluta þrettán verkefnum alls 4.765.000 í fyrri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017.

Lesa meira

3.3.2017 : Fyrri úthlutun úr Tónlistarsjóði 2017

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil 1. janúar til 1. júlí 2017.

Lesa meira

3.3.2017 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2017

Íþróttanefnd bárust alls 213 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2017. 

Lesa meira

22.2.2017 : Úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga 2017

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2017.

Lesa meira

16.1.2017 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2017

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2017. Alls bárust 302 umsóknir í Rannsókna­sjóð að þessu sinni og voru 65 þeirra styrktar eða 22% umsókna.

Lesa meira

10.1.2017 : Styrkir til atvinnuleikhópa fyrir árið 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2017. Alls bárust 95 umsóknir frá 83 atvinnuleikhópum og sótt var um ríflega 587 milljónir. 

Lesa meira

6.1.2017 : Úthlutun listamannalauna 2017

Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2017. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica