Úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga 2017

22.2.2017

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2017.

Alls bárust 24 umsóknir frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu 22 þeirra styrk. Ráðuneytið úthlutaði alls 137,2 m.kr. til íslenskukennslu á árinu og er það um 15 m.kr. aukning frá árinu áður þegar úthlutun nam 122,6 m.kr. Samtals fengu fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda 461 námskeið fyrir 5.501 nemanda á árinu 2017.

Nánari útlistun á úthlutun ráðuneytisins má sjá í töflunni hér að neðan:

 

Nafn stofnunar Fjöldi námsk. Fjöldi nem. Úthlutun kr.
Arabísk-íslenska menningarsetrið 3 36 990.000
Austurbrú 8 80 2.400.000
Betri árangur ehf. 21 273 7.245.000
Farskólinn - Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra 7 70 2.100.000
Fræðslumiðstöð Vestfjarða 12 120 3.600.000
Fræðslunetið - Símenntun á Suðurlandi 27 300 8.550.000
Háskóli Íslands - Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur 2 24 332.000
ISS Ísland ehf. 3 45 1.125.000
Jafnréttishús 12 168 3.974.400
Málaskólinn Lingva 30 600 5.800.000
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 30 305 9.082.000
Miðstöð símenntunar Hafnarfirði 6 60 1.800.000
Mímir-símenntun ehf. 110 1.200 34.292.000
Múltikúlti-íslenska ehf. 30 300 9.000.000
Retor sf. Fræðsla 72 950 25.050.000
Reykjavíkurborg 6 84 1.566.000
Saga Akademía ehf. 30 300 4.000.000
Samband íslenskra kristniboðsfélaga 3 36 990.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar 18 240 6.300.000
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi 10 100 3.000.000
Viska - Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja 8 80 2.400.000
Þekkingarnet Þingeyinga 13 130 3.640.000
Samtals 461 5.501 137.236.400

 

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica