Fisheries Technologies – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.6.2019

Á verktímabilinu hefur Fisheries Technologies ehf. notið dyggrar fjárhagsaðstoðar Tækniþróunarsjóðs og þannig tekist að þróa fullkomið upplýsingakerfi fyrir fiskveiðistjórnun og kallast það The Fisheries Manager (TFM). 

Skortur er á upplýsingum á sviði fiskveiðistjórnunar í heiminum í dag og þá sérstaklega hjá fátækari þjóðum heims. Stendur þetta bættri fiskveiðistjórnun og þróun greinarinnar fyrir þrifum og rýrir gæði þeirra upplýsinga um fiskistofna og sjávarútveg sem alþjóðasamfélagið þarfnast. Markmið verkefnisins var því að svara þessari þörf með því þróa sérhæft og nútímalegt upplýsingakerfi sem byggir á íslenska kerfinu en gera það fullkomnara og gera það þannig úr garði að það henti til notkunar í hvaða sjávarútvegi í heiminum sem er. Skyldi kerfið verða aðgengilegt og hagkvæmt í rekstri og með það að markmiði að fátækar þjóðir geti nýtt sér nútíma upplýsingatækni til að stjórna eigin fiskveiðum.

Hópurinn sem stendur að verkefninu hefur mikla reynslu á þróun upplýsingakerfa fyrir fiskveiðar. Á verktímabilinu hefur Fisheries Technologies ehf. notið dyggrar fjárhagsaðstoðar Tækniþróunarsjóðs og þannig tekist að þróa fullkomið upplýsingakerfi fyrir fiskveiðistjórnun og kallast það The Fisheries Manager (TFM). Kerfið er í senn yfirgripsmikið og nær til allra þátta sem fiskveiðistjórnunar hvort heldur sem er fyrir helstu fiskveiðiþjóðir heims eða þróunarríki. TFM nýtir nútíma upplýsingatækni til hins ýtrasta og er aðgengilegt á internetinu í vafra. Auðvelt er að nota kerfið á tölvum og snjalltækjum ýmiskonar. Kerfið er mjög skalanlegt uppyllir það einnig helstu þarfir einstakra útgerðarfyrirtækja og samtaka útgerðafyrirtækja til eigin fiskveiðistjórnunar.

Markmið verkefnisins hefur náðst að fullu og er The Fisheries Manager upplýsingakerfið nú tilbúið til innleiðingar og aðlögunar hjá viðskiptavinum.

Heiti verkefnis: Fisheries Technologies
Verkefnisstjóri: Vilhjálmur Hallgrímsson
Styrkþegi: Fisheries Technologies ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 42,2 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica