Genova-Q - Samþætt örtölvukerfi fyrir stoðtækni - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.2.2018

Genova-Q er búnaður sem bæta á líkamsbeitingu einstaklinga. Genova-Q er þróað með það að leiðarljósi að fylgjast með, skrá og hafa eftirlit með hreyfingu og miðla til notenda upplýsingum á aðgengilegan hátt.

Genova ehf er nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun á nýrri tækni sem ætlað er að styðja við íþróttafólk og aðra sem stunda þjálfun. Verkefnið er háþróuð lausn sem byggð er í grunninn á hugmyndafræði um lærða hegðun (atferlishegðun). Verkefnið fékk úthlutaðan styrk haustið 2015 og hefur framkvæmd verkefnisins verið fjármögnuð í samstarfi við Tækniþróunarsjóð. Upprunaleg útfærsla var unnin sem B.sc.-lokaverkefni við Háskóla Íslands en við útskrift hlaut verkefnið viðurkenningu frá félagi tæknifræðinga, þá fyrst og fremst fyrir einstakt nýnæmi.

Markmið verkefnisins er að þróa gagnvirka lausn fyrir íþróttafólk. Genova-Q er búnaður sem bæta á líkamsbeitingu einstaklinga. Genova-Q er þróað með það að leiðarljósi að fylgjast með, skrá og hafa eftirlit með hreyfingu og miðla til notenda upplýsingum á aðgengilegan hátt. Kerfið skráir niður nákvæmar hreyfingar á hnélið með hreyfiskynjurum. Skynjarar mæla einnig hröðun, hraða og höggþunga. Hægt verður að sækja tölfræðilegar upplýsingar í gagnagrunn Genova-Q með snjallforriti.

Heiti verkefnis: Genova-Q   Samþætt örtölvukerfi fyrir stoðtækni   
Verkefnisstjóri: Jónas Pétur Ólason, Genova ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153492

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Íþróttafólk nú til dags notar mikið stuðningsfatnað s.s. hlaupabuxur, hnéhlífar svo eitthvað sé nefnt. Lítið er um samþáttun milli hönnunar á íþróttafatnaði og stoðbúnaði. Almennt mætti segja að sá stoðbúnaður sem í boði er valdi notanda óþægindum. Er þar helst um að kenna hversu hamlandi áhrif búnaðurinn getur haft á hreyfigetu íþróttamannsins. Genova ehf. leggur áherslu á þróun hátæknilegrar lausnar fyrir íþróttafatnað. Sú lausn er búnaður sem lágmarkar, eða kemur alfarið í veg fyrir, ranga líkamsbeitingu. Einnig nýtist búnaðurinn við endurhæfingu eftir meiðsli.

Verkefnið hefur skilað töluverðum ávinningi fyrir Genova ehf. Helsti afrakstur verkefnisins er nýjasta útgáfa Genova-Q. Genova er nú í því ferli að koma búnaði fyrir á buxum svo hægt sé að byrja prófanir á notendum ásamt gagnasöfnun. Áætlað er að prófanir á nýrri frumgerð verði viðamiklar í umsvifum þar sem um mikið nýnæmi er að ræða.

Niðurstöður úr verkefninu hafa verið, og verða áfram, nýttar í átt að þróun á lokaafurð Genova-Q. Rannsóknarvinna að baki er umtalsverð á sviði tækni sem og markaðsrannsókna. Unnið var samhliða vörðum verkefnisins að markaðsmálum, hönnun og framsetningu á vöru. Eftir að tæknilegum lausnum er lokið getur tekið töluverðan tíma að hanna útlit. Var því ákveðið að hefja þessa vinnu með það að markmiði að útbúa efni til að kynna Genova-Q. Unnið var ásamt teymi fagfólks að hönnun og útliti vörunnar. Þá var einnig sett upp heimasíða fyrir Genova-Q. Einnig var útbúið efni til kynninga og útlit sem sniðið væri að vörunni. Má því segja að í grunninn var verið að leggja fyrstu skref í átt að ímynd Genova-Q (www.genovaQ.com). Unnið er hörðum höndum að tæknilegri úrvinnslu verkefnis.

Afrakstur verkefnisins:

  • Genova-Q frumgerð
  • Markaðsgögn

__________________________________________________________

f.h. Genova ehf. Kópavogur, 25.1.2018
Verkefnisstjóri: Jónas Pétur Ólason









Þetta vefsvæði byggir á Eplica