Ígræðanlegur hjartariti - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.9.2017

Verkefninu var ætlað að þróa og prófa ígræðanlegan fjarhjartarita, búnað til að taka upp hjartarafrit og senda þráðlaust, án atbeina notanda. Upplýsingar úr hjartarita hans sendast til greiningaraðila, þ.e. sjúkrahúss eða læknis.

Verkefninu var ætlað að þróa og prófa ígræðanlegan fjarhjartarita, búnað til að taka upp hjartarafrit (EKG) og senda þráðlaust, án atbeina notanda. Upplýsingar úr hjartarita hans sendast til greiningaraðila, þ.e. sjúkrahúss eða læknis. Markmiðið náðist og þar með þeir áfangar sem leiddu okkur að markmiðinu, þar sem EKG var tekið upp (þumalfingur settir á pólana) og það sent yfir netið, sjá myndir:

Stjornu-Oddi-til-vStjornu-Oddi-til-h

Mynd vinstra megin sýnir kerfið, sem samanstendur af APPI, mæli fyrir implant og móttökubúnað sem tengir gögnin úr mælinum við internetið. Hægra megin hefur starfsmaður Stjörnu-Odda sett fingur á pólana, sem í hans tilfelli sýna 58 hjartaslög á mínútu (bpm).

Núverandi greiningaraðferðir gera flestar ráð fyrir að sjúklingur komi til læknis, helst á sjúkrahús þar sem tækjabúnaður er fyrir hendi. Með ígræðanlegum fjarhjartarita er hægt að vakta hjarta sjúklingsins, taka upp hjartarafrit, greina það að hluta sjálfvirkt á staðnum og veita sjúklingi upplýsingar um niðurstöður, senda þær til greiningaraðila sem aftur getur haft samband við sjúkling og ráðlagt honum.

Heiti verkefnis: Ígræðanlegur hjartariti
Verkefnisstjóri: Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu-Odda í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús
Tegund styrks: Markáætlun um betri lausnir fyrir minna fé
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110761061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Ígræðanlegur fjarhjartariti er lítið tæki sem koma má fyrir undir húð á brjóstkassa yfir hjartanu. Tækið er lítið og því fljótlegt og auðvelt að koma því fyrir. Ritanum er komið fyrir þegar fyrst vakna grunsemdir um hjartakvilla. Á sama tíma er viðeigandi samskiptabúnaði og hugbúnaði komið fyrir í snjallsíma notandans. Því er síðan ætlað að vakta hjartað, þegar hjartsláttaróregla eða kast kemur er það tilbúið til að taka upp tilfellið og senda upplýsingarnar.
Tækið þarf að vera smátt og þar með auðvelt til ígræðslu, einnig að auðvelt sé að ná búnaðinum úr skjólstæðingi eftir notkun.
Á verkefnistímanum hefur mikið gerst á markaðnum, þar sem:
• Snjallsímar hafa komið sem geta tekið upp hjartapúls (notandinn klemmir fingur á sitthvora elektróðuna), sem tekur upp EKG-gögn sem læknar eru þegar farnir að nota.
• Stærsti framleiðandinn á markaðnum hefur nýlega markaðssett afar lítinn og fullkomin hjartarita sem erfitt verður að slá út af markaðnum.

Markmiðinu að fara með hjartasírita í menn er ekki náð, en erum komnir vel áleiðis, við erum komir á slíkan tímapunkt að taka þarf slíka ákvörðun, byggða á þeim grunni sem hefur myndast innan fyrirtækisins.
Svo ekki fari á milli mála þá eru næstu skrefin afar kostnaðarsöm.
Afrakstur og ávinningur

  • Afraksturinn er prótótýpumælir, sem er góður útgangspunktur fyrir mæli sem nota mætti í mönnum.
  • Samskiptabúnaður og PC-forrit, sem tekur á móti gögnunum og sendir gegnum APP út á netið.
  • APP forrit.
  • Afleidd tækifæri er þegar farið að nýta.

Hagnýting niðurstaðna og afraksturs að verkefninu loknu
Varan er nú þegar komin í notkun í dýrum. Þessi afleiddu tækifæri verkefnisins eru umtalsverð, þekking sem verkefnið hefur aflað er þegar komin í hjartasírita sem eru ætluð dýrum (húsdýrum og villtum dýrum), Stjörnu-Oddi reiknar með að afgreiða á þessu ári um 450 slíka hjartasírita fyrir dýr.
Á meðal dýra sem hafa fengið slíkan hjartasírita innvortis má nefna: rottur, mýs, merði, kindur, geitur, birni, svarta þresti, fisktegundir eins og þorsk, makríl, túnfisk og laxfiska o.s.frv. Hjartasíritinn gefur rannsakendum áður óséð tækifæri til að skyggnast nánar í líffræðilega hegðun dýra.
Greinar hafa verið skrifaðar, þar sem notast er við hjartasíritann:
Ritrýndar greinar
Chaise LL, Paterson W, Laske TG, Gallon SL, McCafferty DJ, Théry M, Ancel A, Gilbert C. Implantationof subcutaneous heart rate data loggers in southern elephant seals (Miroungaleonina ). Polar Biology (2017). Keywords: [milli-HRT] [Heart rate] [Seals]
Dudek M, Knutelska J, Bednarski M, Nowinski L, Zygmunt M, Mordyl B, Gluch-Lutwin M, Kazek G, Sapa J, Pytka K. A Comparison of Anorectic Effect and Safety of the Alpha2-AdrenoceptorLigands Guanfacine and Yohimbine in Rats with Diet-Induced Obesity . PLoS ONE (2015) 10(10). Keywords: [micro-HRT] [Rat] [Obesity] [Heart-rate]
Ráðstefnugreinar
Fuchs B, Sorheim k, Chincarini M, Bjarnason A, Brundberg E, Stubsjoen SS, Zimmermann B, Lande US, Hvasshovd SO, Brabergsengen K, Grova L. Heart rate logging in free-ranging mammals. The 12th International Mammological Congress (2017). Keywords: [milli-HRT] [Heart rate] [Body temperature] [Sheep]
Cordes J, Malloy P, Steidl-Nichols J. Evaluation of a minimally invasive data logger for collection of heartrate and body temperature in Cynomolgus monkeys . Society of Toxicology Annual Meeting (2017). Keywords: [milli-HRT] [Heart rate] [Body temperature] [Cynomolgus Macaques]
Grova L, Brunberg E, Sorheim K, Fuchs B, Stubsjoen SM. Sensor technology in sheep on rangepastures to monitor health and welfare. (2017) Keywords: [milli-HRT] [Heart rate] [Body temperature] [Sheep]
Yamazaki K, Bando MKH, Evans A, Tsubota T and Koike S. How does Japanese black bear get oversummer period when food resources are limited? Progress report presented at the 2016 24th International Conference on Bear Research & Management. (2016) Keywords: [centi-T] [Thermoregulation] [Body temperature] [Brown Bear]

Þetta vefsvæði byggir á Eplica