Karolina Engine – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.10.2018

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur fyrirtækið Karolina Fund tekið skref í áttina að því að vera í fararbroddi í þróun á fjármálatækni fyrir fjársafnanir á netinu. Verkefnið Karolina Engine snýr að því að beita viðskiptagreind og annarri úrvinnslu á gögnum til þess að hámarka árangur herferða í hópfjármögnun.

Tæknilegt forskot í fjármögnun á netinu

Karolina Fund er mörgum Íslendingum kunnugt sem vettvangur til að safna fé til skapandi verkefna, allt frá sirkustjaldi til nýrra fjölmiðla. Um 1/10 fullorðinna íslendinga hafa stutt verkefni í gegnum vefinn. Færri vita að á undanförnum árum hefur hugvitið bakvið tækni fyrirtækisins verið selt með góðum árangri til sambærilegra vettvanga erlendis.

Tækni fyrirtækisins er nýtt af hópfjármögnunarvettvöngum um alla Evrópu, meðal annars leiðandi aðila á Norðurlandamarkaði. Meðal notenda tækninnar eru umhverfisverndarsamtökin Greenpeace, finnska ríkið og brátt Reykjavíkurborg.

Heiti verkefnis: Karolina Engine
Verkefnisstjóri: Arnar Sigurðsson, Karolina Fund ehf.
Styrkþegi: Karolina Fund ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2016-2017
Fjárhæð styrks: 13,9 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 164021

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur fyrirtækið tekið skref í áttina að því að vera í fararbroddi í þróun á fjármálatækni fyrir fjársafnanir á netinu. Verkefnið Karolina Engine snýr að því að beita viðskiptagreind og annarri úrvinnslu á gögnum til þess að hámarka árangur herferða í hópfjármögnun. Fyrirtækið sameinar þannig þá þekkingu sem byggst hefur upp undanfarið við nýjustu strauma í gagnavísindum og vélnámi.

Árleg velta hópfjármögnunar um heiminn er orðin meiri en hundrað milljarðar Bandaríkjadala og vex hratt. Við þær aðstæður felast mikil verðmæti í tækni sem getur aukið árangur safnana. Verkefnið var unnið í samstarfi við helstu rannsakendur á hópfjármögnun á Norðurlöndum og samráði við leiðandi stofnanir í rannsóknum á óhefðbundinni fjármögnun.

Með verkefninu tókst að þróa tæki til hagnýtingar gagna við að hámarka árangur í hópfjármögnun. Þá náðist að sýna fram á möguleika á hagnýtingu gervigreindar með sama markmiði. Þá var lagður grunnur að óteljandi rannsóknum og hagnýtingu gagna með skipulagðri söfnun og úrvinnslu.

Afrakstur

Úr verkefninu varð til gagnalager sem nýttur er til þess að rannsaka hópfjármögnun tölfræðilega. Tvö tæki voru þróuð til þess að aðstoða stjórnendur hópfjármögnunarherferða sem nýta sér gagnalager. Þá voru framkvæmdar tvær rannsóknir í samstarfi við fræðimenn. Markaðs- og sölutæki voru unnin.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica