Krabbameinslyfjanæmispróf - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.8.2015

Markmið verkefnisins voru meðal annars að þróa næmari og áreiðanlegri lyfjanæmispróf í þeim tilgangi að ná til fleiri krabbameinssýna.

Sprotafyrirtækið ValaMed ehf. var stofnað í þeim tilgangi að framkvæma og þróa lyfjanæmisprófanir á krabbameinsfrumum frá einstaklingum sem eiga að undirgangast krabbameinslyfjameðferð til að gera lyfjavalið persónubundið og tryggja hnitmiðari meðferð, sé þess kostur. Það er bæði sjúklingum til hagsbóta og getur leitt til umtalsverðs sparnaðar.

Heiti verkefnis: Krabbameinslyfjanæmispróf 
Verkefnisstjóri: Finnbogi Þormóðsson, ValaMed ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 3 á tímabilinu frá 2010 til 2014
Fjárhæð styrks: 27 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 1006100163

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNÞRÓUNARSJÓÐI.

Markmið verkefnisins voru að þróa næmari og áreiðanlegri lyfjanæmispróf í þeim tilgangi að ná til fleiri krabbameinssýna, bæði hvað varðar stærð og gerð, og stuðla að innleiðingu lyfjanæmisprófanna sem óaðskiljanlegs hluta af krabbameinslyfjameðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Einnig skapa rannsóknaraðstöðu til að þróa og prófa þætti sem vinna á krabbameini, í samvinnu við önnur fyrirtæki og rannsóknahópa. Að lokum að stofna til samstarfs um þróun sameindalíffræðilegra mæliaðferða til að skapa nýja kynslóð lyfjanæmisprófa.

Þróun lyfjanæmisprófanna gekk vel og ValaMed ehf. er vel í stakk búið til að gera lyfjanæmisprófanir á ýmsum gerðum krabbameinssýna. Með rannsóknasamstarfi við hóp lækna LSH er unnið að því að innleiða lyfjanæmisprófanir sem hluta meðferðar, þar sem það á við. Þetta samstarf hefur leitt af sér fjölda rannsóknarverkefna með þátttöku íslenskra námsmanna og nokkurra fyrirtækja. ValaMed vinnur með íslenskum læknum og erlendum samstarfsmönnum við samstarfsverkefni þar sem mælingar á lyfjanæmi, með okkar aðferð, verður notuð með upplýsingum um óeðlilega genatjáningu æxlisfrumnanna til að skapa nýja og hentugri gerð lyfjanæmisprófa, sem nýtast betur og eru líklegri til almennari notkunar.

Afrakstur:

Indíana Elín Ingólfsdóttir. Lyfjanæmisprófun á hvítblæði. Ritgerð vegna verkefnis styrktu af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Leiðbeinendur Finnbogi Rútur Þormóðsson og Guðmundur Rúnarsson, læknir. Sept. 2011

Gunar S, Júlíusson og Bjarni Þorsteinsson. Lyfjanæmispróf á heilaæxlum. Ritgerð vegna verkefnis styrktu af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Leiðbeinendur Finnbogi Rútur Þormóðsson og Ingvar H. Ólafsson, heila- og taugaskurðlæknir. Sept. 2011.

Karen Eva Halldórsdóttir og Sigurrós Jónsdóttir. Krabbameinshemjandi áhrif tveggja íslenskra náttúruefna. Ritgerð vegna verkefnis styrktu af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Leiðbeinendur Finnbogi Rútur Þormóðsson og Helgi Sigurðsson, krabbameinslæknir. Sept. 2012.

Sæmundur Rögnvaldsson. Áhrif terbínafíns á krabbameinsfrumur úr blöðruhálskirtli. Ritgerð vegna verkefnis styrktu af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Umsjónamenn Þórarinn Sveinsson, krabbameinslæknir, FinnbogiRútur Þormóðsson, Helgi Sigurðsson, krabbameinslæknir. Sept. 2012.

Karen Eva Halldórdóttir. Áhrif kúrkúmíns til aukningar á næmni krabbameinsfrumna fyrir frumudeyðandi lyfjum. Lokaverkefni til B.S. –gráðu við Læknadeild Háskóla Íslands.
Leiðbeinendur Helgi Sigurðsson og Finnbogi Rútur Þormóðsson. Júní 2012.

Sigurrós Jónsdóttir. Áhrif resveratról á lyfjanæmi frumna úr illkynja stjarnfrumuæxlum (Glioblastoma multiforme) lyfjum. Lokaverkefni til B.S. – gráðu við Læknadeild Háskóla Íslands.
Leiðbeinendur Finnbogi Rútur Þormóðsson og Helgi Sigurðsson. Júní 2012.

Sæmundur Rögnvaldsson, Þórarinn E. Sveinsson, Finnbogi R. Þormóðsson, Helgi Sigurðsson. Áhrif terbínafíns á krabbameinsfrumur úr blöðruhálskirtli. Læknablaðið 2013. Fylgirit 73; 99. árg. bls. 32.

Karen Eva Halldórsdóttir, Finnbogi R. Þormóðsson, Helgi Sigurðsson. Áhrif kúrkúmíns á lyfjanæmi krabbameinsfrumna. Læknablaðið 2013. Fylgirit 73; 99. árg. bls. 78.

Sigurrós Jónsdóttir, Finnbogi R. Þormóðsson, Ingvar H. Ólafsson, Helgi Sigurðsson. Áhrif resveratról á lyfjanæmi frumna úr illkynja stjarnfrumuæxlum. Læknablaðið 2013. Fylgirit 73; 99. árg. bls. 78.

Bjarki Sigurðsson. Áhrif astaxanthins á lyfjanæmi U-87 heilaæxlisfrumna. Ritgerð vegna verkefnis styrktu af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Leiðbeinendur Finnbogi Rútur Þormóðsson og Helgi Sigurðsson. Sept. 2014.

Arna Bragadóttir. Lyfjanæmi á krabbameinsstungusýnum. Ritgerð vegna verkefnis styrktu af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Leiðbeinendur Finnbogi Rútur Þormóðsson, Helgi Sigurðsson og Kristján Skúli Ásgeirsson, skurðlæknir. Sept. 2014.

Arna Bragadóttir. Lifun brjóstakrabbameinsfruma úr grófnálasýnum – Tengsl við lyfjanæmisprófanir. Lokaverkefni til B.S. – gráðu við Læknadeild Háskóla Íslands.
Leiðbeinendur Helgi Sigurðsson, Finnbogi Rútur Þormóðsson, Bjarni Agnarsson, meinafræðingur, og Páll H. Möller, skurðlæknir. Júní 2015.

Sæmundur Rögnvaldsson, Finnbogi R. Thormodsson, Eirikur Jonsson, Helgi Sigurdsson, and Thorarinn E. Sveinsson. The effects of Terbinafine on cancer cells from prostate gland. Handrit í vinnslu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica