Hámarksafrakstur í bleikjueldi

Verkefni lokið

1.7.2014

Markmið verkefnisins var að skoða og kanna möguleika við að auka framlegð í eldi á bleikju með því að nýta stýringu á umhverfisþáttum og auka samkeppnishæfni bleikjueldis á Íslandi. 

Ísland hefur verið leiðandi í framleiðslu á eldisbleikju á heimsvísu og núverandi framleiðsla er um 3.000 tonn. Til að viðhalda þessum góða árangri og auka líkur á frekari vexti greinarinnar er mikilvægt að leita leiða til þess draga úr framleiðslukostnaði. 

Heiti verkefnis: Hámarksafrakstur í bleikjueldi
Verkefnisstjóri: Albert K. Imsland, Akvaplan Niva á Íslandi
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 22,8 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090303-0389
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Í verkefninu var rannsakað hvernig hægt er að stýra ljóslotu með það í huga að stytta eldistíma á milli hrygningar hjá klakfiski eldisbleikju. Einnig var kannað hvernig mismunandi umhverfisþættir s.s. eldishiti, ljóslota og fóðurferlar verka á vöxt, kynþroska og sláturgæði. Í ljós kom að hægt var að stytta bil á milli hrygningar úr 12 mánuðum í 9-10 mánuði án þess að hafa neikvæð áhrif á hrognagæði og lifun afkvæma. Slíkt hefur í för með sér aukið hagræði hvar snertir kostnað við að ala og halda klakfisk. Einnig myndi stytting á tíma á milli hrygninga um 20-25%, stytta þann tíma sem tekur að koma kynbættum efniviði í framleiðslueldi til verulegra hagsbóta fyrir eldisiðnaðinn. Einnig var sýnt fram á hvernig auka má vöxt með ljósastýringu í framleiðslueldi.

Eldi á bleikju nærri kjörhita til vaxtar hefur verulegan vaxtarávinning í för með sér en eykur líkur á kynþroska. Slík nálgun virðist því einkum henta ef ala á smærri bleikju þar sem neikvæð áhrif kynþroska koma ekki fram. Skert fóðrun hafði óveruleg áhrif á sláturgæði bleikju og virðist ekki henta sem framleiðsluaðferð vegna hærri kostnaðar miðað við afrakstur úr eldinu. Hæg en stöðug aukning hefur verið á framleiðslu bleikju á Íslandi. Aðferðir sem þróaðar hafa verið í verkefninu munu auka líkur á frekari uppbyggingu og fjárfestingu í bleikjueldi á Íslandi. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

1.   Gunnarsson, S., Imsland, A.K., Árnason, J., Foss, A., Gústavsson and Thorarensen, , 2009. The effects of different photoperiods on growth and maturation in Arctic charr during juvenile and on-growing. Poster presentation: “6th International Charr Symposium, Stirling, Scotland”.

2.   Gunnarsson, S., Imsland, A.K., Árnason, J., Foss, A., Gústavsson and Thorarensen, H. 2009. Effect of rearing temperature on growth of Arctic charr during juvenile and on-growing periods. Presented at “6th International Charr Symposium, Stirling, Scotland”

3.   Imsland, A.K. and Gunnarsson, S. (2011). Growth and maturation in Arctic charr (Salvelinus alpinus) in response to different feed rations. Aquaculture. 318 (3-4): 407-411.

4.   Gunnarsson, S., Imsland, A.K., Siikavuopio S.I., Árnason, J., Gústavsson, A. and Thorarensen, H. (2012). Enhanced growth of farmed Arctic charr (Salvelinus alpinus) following a short-day photoperiod. Aquaculture. 350-353: 75-81.

5.   Helgi Thorarensen, Snorri Gunnarsson og Tómas Árnason. Líffræði bleikju. Bókarkafli (bls 19-24) í : Valdimar Ingi Gunnarsson og Guðbergur Rúnarsson (ritstjórn) 2012. Hönnun og skipulag strand- og landeldis-stöðva fyrir bleikjueldi. Sjávarútvegurinn -vefrit um sjávarútvegsmál 12(1): 1– 177.

6.   Gústavsson, A., Imsland, A.K., Árnason, J., Gunnarsson, S. and Thorarensen, H. (2014, manuscript). Can Arctic charr (Salvelinus alpinus) spawn with shorter intervals than 12 months. Manuscript in progress.

7.   Snorri Gunnarsson 2014. Doktorsritgerð: Environmental manipulation of land-based farmed Arctic charr; effects on growth, feeding and maturation. Bergen Noregur, 8. maí 2014 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica