Rafdráttarkerfi fyrir fjölsýnagreiningar á kjarnsýrusýnum - forverkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.2.2015

Lokið er forverkefni í Tækniþróunarsjóði sem miðaði að þróun fjölsýnarafdráttarkerfa fyrir kjarnsýrugeiningar.

Hannaðar voru tvær mismunandi  útfærslur á rafdráttarbúnaðinum og frumgerðir hans smíðaðar og prófaðar.

Heiti verkefnis: Rafdráttarkerfi fyrir fjölsýnagreiningar á kjarnsýrusýnum
Verkefnisstjóri: Hans Guttormur Þormar, Lífeind ehf.
Tegund styrks: Forverkefnisstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 1 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 141503

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Niðurstöður benda eindregið í þá átt að slíkur búnaður virki vel, hafi sömu greiningarhæfni og einfaldari kerfi og veiti þannig viðskiptavinum Lífeindar aðgang að enn hraðvirkara greiningakerfi fyrir kjarnsýrugreiningar.

Gerð var greining á frelsi til athafna á markaði auk þess sem gerð var markaðsgreining.

Niðurstöður benda til þess að fjölsýna rafdráttarkerfin hafi burði til að skapa aukin verðmæti fyrir Lífeind og skapa grundvöll að frekari athygli stórra aðila á tækni Lífeindar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica