Langvinn nefskútabólga er einn af algengustu öndunarfærasjúkdómum á Vesturlöndum og hrjáir milli 10 – 15% af fullorðnum einstaklingum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að örveruþekjur eigi stórann þátt í framgangi og viðhaldi á sjúkdómnum. Einstaklingar sem greinast jákvæðir með örveruþekjumyndandi bakteríur eru mun líklegri til að þjást af langvinni nefskútabólgu auk þess að sjúkdómurinn hjá þessum einstaklingum er bæði erfiðari í meðhöndlun og einkenni eru verri.
Heiti verkefni: Örveruhemjandi eiginleikar þorskatrypsínlausna
Verkefnisstjóri: Ágústa Guðmundsdóttir, Zymetec/HÍ
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2014
Fjárhæð styrks: 25 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131804-061
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Í þessu verkefni var virnki þorskatrypsíns gegn örveruþekjum mynduðum af Streptococcus pneumonia, Streptococcus mitis og Haemophilus influenza rannsökuð in vitro. Örveruþekjur voru ræktaðar í 96-holu bökkum og síðan meðhöndlaðar með þorskatrypsíni. Þorskatrypsíni sýndi mjög góða styrkháða virkni til að útrýma og koma í veg fyrir myndun örveruþekja á innan við 5 mínútum. Þar sem engin meðferð er nú á markaði sem sérstaklega beinist gegn örveruþekjum í langvinnri nefskútabólgu og byggt á niðurstöðum úr þessu verkefni stefnir Zymetech á að framkvæma klíníska rannsókn til að kanna virkni og öryggi þess að nota þorskatrypsíns sem meðferð við langvinnri nefskútabólgu. Niðurstöður verkefnisins hafa einnig leitt til einkaleyfisumsóknar á hluta niðurstaðna og undirbúnings vísindagreinar fyrir alþjóðlegt vísindarit.
Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.