Örveruhemjandi eiginleikar þorskatrypsínlausna - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.7.2015

Fyrirtækið Zymetech stefnir á að framkvæma klíníska rannsókn til að kanna virkni og öryggi þess að nota þorskatrypsíns sem meðferð við langvinnri nefskútabólgu.

Langvinn nefskútabólga er einn af algengustu öndunarfærasjúkdómum á Vesturlöndum og hrjáir milli 10 – 15% af fullorðnum einstaklingum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að örveruþekjur eigi stórann þátt í framgangi og viðhaldi á sjúkdómnum. Einstaklingar sem greinast jákvæðir með örveruþekjumyndandi bakteríur eru mun líklegri til að þjást af langvinni nefskútabólgu auk þess að sjúkdómurinn hjá þessum einstaklingum er bæði erfiðari í meðhöndlun og einkenni eru verri. 

Heiti verkefni: Örveruhemjandi eiginleikar þorskatrypsínlausna
Verkefnisstjóri: Ágústa Guðmundsdóttir, Zymetec/HÍ
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2014
Fjárhæð styrks: 25 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131804-061 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Í þessu verkefni var virnki þorskatrypsíns gegn örveruþekjum mynduðum af Streptococcus pneumonia, Streptococcus mitis og Haemophilus influenza rannsökuð in vitro. Örveruþekjur voru ræktaðar í 96-holu bökkum og síðan meðhöndlaðar með þorskatrypsíni. Þorskatrypsíni sýndi mjög góða styrkháða virkni til að útrýma og koma í veg fyrir myndun örveruþekja á innan við 5 mínútum. Þar sem engin meðferð er nú á markaði sem sérstaklega beinist gegn örveruþekjum í langvinnri nefskútabólgu og byggt á niðurstöðum úr þessu verkefni stefnir Zymetech á að framkvæma klíníska rannsókn til að kanna virkni og öryggi þess að nota þorskatrypsíns sem meðferð við langvinnri nefskútabólgu. Niðurstöður verkefnisins hafa einnig leitt til einkaleyfisumsóknar á hluta niðurstaðna og undirbúnings vísindagreinar fyrir alþjóðlegt vísindarit. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit

  • Scheving R, Stefánsson B, Guðmundsdottir, A, 2015, Anti-biofilm properties of cod trypsin formulations, Congress of the Nordic Association of Biomedical scientists, Reykjavík, Iceland. Oral presentation.
  • Scheving R, Stefánsson B, Guðmundsdottir, A, 2013, Anti-biofilm properties of cod trypsin formulations, Seminar of the Department of Bacteriology of the University Hospital of Iceland, Reykjavík, Iceland. Oral presentation.
  • Scheving R, Stefánsson B, Guðmundsdottir, A, 2013, Anti-biofilm properties of cod trypsin formulations, Seminar of the Biomedical center of the University of Iceland, Reykjavík, Iceland. Oral presentation.
  • Scheving R, Stefánsson B, Guðmundsdottir, A, 2013, Anti-biofilm properties of cod trypsin formulations, Innovation in Healthcare meeting of the University Of Iceland School of Health Sciences, Reykjavík, Iceland. Oral presentation.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica