Ný ræktunar- og fóðrunartækni fyrir Ezo sæeyru - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.12.2015

Í verkefninu voru stigin fyrstu skrefin í þróun á nýrri aðferð til fylgjast með lífumhverfinu sem dýrin búa í en vistkerfi örvera gegnir lykilhlutverki í heilbrigðu eldisvatni.

Nú er lokið verkefninu “Ný ræktunar- og fóðrunartækni fyrir Ezo sæeyru“. Þátttakendur verkefnisins voru Sæbýli og Matís þar sem markmiðið var að bæta ræktunarskilyrði og aðferðir við eldi á sæeyrum.   Verkefnið gekk að flestu leyti vel og hafa margar áhugaverðar niðurstöður fengist.  Verkefnið var fjölþætt þar sem m.a. var notuð nýjasta tækni í DNA-raðgreiningum til að skilgreina vistkerfi baktería sem finnast í kerfinu með það fyrir augum að finna bakteríur sem hafa áhrif á vellíðan dýranna eða gefa á annan hátt til kynna stöðu vatnsgæða. Þarna voru stigin fyrstu skrefin í þróun á nýrri aðferðafræði til fylgjast með lífumhverfinu sem dýrin búa í en vistkerfi örvera gegnir lykilhlutverki í heilbrigðu eldisvatni.

Heiti verkefnis: Ný ræktunar- og fóðrunartækni fyrir Ezo sæeyru
Verkefnisstjóri: Eyjólfur Reynisson, Matís ohf.
Þátttakendur: Matís ohf. og Sæbýli hf
Styrkár: 3, frá 2012
Fjárhæð styrks: 22,5 millj. kr. alls
Styrktegund: Verkefnisstyrkur
tilvísunarnúmer Rannís: 121499-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Ákveðið hefur verið að taka þessa vinnu skrefinu lengra og var nýlega samþykkt verkefni, SustainLarvae í Eurostars áætluninni, þar sem markmiðið er að nota DNA-raðgreiningatækni sem tól til að fylgjast með vistkerfi örvera í eldi og áhrif þess á heilbrigði eldisdýranna.  Stórt alþjóðlegt fyrirtæki, FishVetGroup sem starfar sem þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki í eldisiðnaðinum tekur þátt í SustainLarvae ásamt Matís og Sæbýli.

Í verkefninu voru einnig gerðar tilraunir með að bæta velviljuðum bakteríum (probacteria) út í kerfið til að kanna hvort aukin lifun eða vaxtarhraði fengist. Þær bakteríur sem prófaðar voru höfðu meðal annars verið einangraðar úr þorskalirfueldi í doktorsverkefni Hélène L. Lauzon á Matís og sýndu mjög jákvæða virkni þar. Ekki tókst þó að sýna með óyggjandi hætti jákvæð áhrif þessara baktería í eldi sæeyrnalirfa en engu að síður fengust niðurstöður sem gefa tilefni til frekari prófana.  Sæbýli hefur þróað vatnsendurnýtingarkerfi undir nafninu SustainCycle og í verkefninu var það endurbætt enn frekar í þessu verkefni til að auka vatnsgæði. Fólst það í nýrri hönnun uppstreymishreinsibúnaðar og próteinskilju. Þá var einnig unnið mikilvægt starf í markaðsmálum þar sem m.a. var farið yfir framboð og eftirspurn ásamt verðmyndun á markaði, með áherslu á Asíu. Farin var ferð til Japan þar sem heimsótt var fyrirtækið Fish Interior sem sérhæfir sig í dreifingu á lifandi sjávarfangi en Sæbýli stefnir á að koma fyrstu afurðum sínum á markað innan nokkurra mánaða.

Listi yfir afrakstur verkefnisins

  • WP1 - Microbial population study in recirculating abalone (Abalone discus discus) rearing system during fertilization – Vísindagrein, verður send í Aquaculture eða sambærilegt tímarit (í smíðum)
  • WP2,3 and 5 - Testing of feed gels on surfaces to increase feed uptake by abalone.
  • WP4 - Selection of probiotic cultures – preliminary study
  • WP4 - Probiotic treatments of abalone ova and larvae
  • WP6 - Farming of invertibrates in Sustain Cycle system
  • WP7 – Market Research of the Ezo Abalone Market in Japan
  • Method: A genomic approach to probiotic efficiency in Ezo abalone rearing – Internship report by Carmen Sabala. Supervisors: Sylviane Pulvin and Eyjólfur Reynisson
  • Microbial population study in recirculating abalone (Abalone discus discus) rearing system during fertilization – Handrit að vísindagrein, verður send í Aquaculture eða sambærilegt tímarit.

Annar afrakstur

  • Gagnagrunnur um örverur í eldisumhverfi sæeyrna byggðan á DNA-raðgreiningum
  • Endurbætt SustainCycle endurnýtingarkerfi í eldi sæeyrna
  • Aukin þekking á mörkuðum og dreifingarleiðum afurða
  • Nýtt verkefni, SustainLarvae með stóru erlendu fyrirtæki FishVetGroup

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica