Þróun á kæli- og eftirlitsferli til þess að minnka sóun í matvælavinnslu og flutningum – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.11.2018

Athyglinni hefur verið beint að kælingu á kjúklingi, þar sem mjög sterkar vísbendingar komu fram um að þar væri mikið verk óunnið að ná réttum hitastigum við slátrun og vinnslu. Með þessu verkefni hefur verið stigið stórt skref til þess að auka þekkingu á umhverfisvænasta kælimiðlinum sem er til í dag, ískrapi.

Í verkefninu ”Þróun á kæli- og eftirlitsferli til þess að minnka sóun í matvælavinnslu og flutningum” hefur verið unnið að því mikilvæga verkefni í umhverfismálum að minnka sóun við vinnslu og meðferð matvæla. Athyglinni hefur verið beint að kælingu á kjúklingi, þar sem mjög sterkar vísbendingar komu fram um að þar væri mikið verk óunnið að ná réttum hitastigum við slátrun og vinnslu. Eftir ítarlega markaðskönnun “Markaðssetning á kælikerfi í kjúklingaframleiðslu” (Tækniþróunarsjóður nr. 164181-0611) var ljóst að þetta er útbreytt og erfitt vandamál í nánast öllum þeim 30 fyrirtækjum sem rætt var við. Stækkun kjúklinga á undanförnum 10 árum úr 1,2 í 1,8 kg., aukin eftirspurn eftir ferskum kjúklingi, mikil vandamál vegna Campylobakter, óskir framleiðenda um að að auka framleiðslugetu og nýlega hertar kröfur frá yfirvöldum um að kjúklingurinn sé kældur í rétt hitastig eru meðal þess sem hefur mikil áhrif á eftirspurnina eftir bættum aðferðum. Undir lok verkefnisins kom ný reglugerð frá EU (2017/1495), þar sem sett eru fram skýr markmið um fækkun á Campylobakter í kjúklingi, en um 65-75% af öllum kjúklingi í EU er sýktur af Campylobakter. Veldur þetta um 230.000 alvarlegum sýkingum á hverju ári og kostnaðurinn fyrir neytendur og samfélagið er umtalsverður. 

Verkefnið hefur reynst mjög erfitt og flókið, tekið meiri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi og kostað mun meira. Kerfi til kælingar á kjúklingi hefur verið selt í 5 verksmiðjur í Evrópu og fleiri verksmiðjur eru komnar í lokaviðræður. Ákveðið var að selja ekki fleiri en fjögur kerfi sem þróunarverkfeni í fyrstu til þess að kerfið væri eins tilbúið og hægt væri fyrir almenna sölu og var lögð áhersla á að markaðssetja vel prófað og áreiðanlegt kerfi. Fimmta kerfið var selt sem tilbúið kerfi. Lausnin var kynnt formlega á VIV sýningunni í Hollandi í júní 2018 og voru undirtektir mjög góðar. Það var ljóst af viðbrögðum á sýningunni að það er mikil þörf til þess að bæta kælingu á kjúklingi og enginn þeirra sem litu við á básnum töldu þetta vera í lagi hjá sér. 

Endurgreiðslutími kerfisins er mjög stuttur og hefur reynslan af fyrstu uppsetningum sýnt að um getur verið að ræða 25-45 vikur. Framleiðsluaukning hefur verið allt að 35% og bætt nýting yfir 1.5%, sem gerir fjárfestingu í kerfinu mjög arðvænlega. Með þessu verkefni hefur verið stigið stórt skref til þess að auka þekkingu á umhverfisvænasta kælimiðlinum sem er til í dag, ískrapi. Rannsóknir og þróun á þessum kælimiðli býður uppá mikla möguleika í framtíðinni við önnur not en kjúkling. Mikið hefur verið rætt og ritað um notkunarmöguleika ískrapa á undanförnum áratugum, en mjög lítið hefur áunnist. Með þessu verkefni erum við komnir í fremstu röð í heiminum í að nota og beisla þennan umhverfisvæna og öfluga kælimiðil. Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs á undanförnum árum hefur skapast ”Center of Excellence” á Íslandi á þessu sviði. Rannsóknir og fyrstu prófanir á áhrifum ískrapa á Camphylobakter hafa leitt í ljós að hægt er að fækka bakteríunni um allt að 97% með því að skjóta á hana ískrapa. Þar sem þetta er mjög alvarlegt vandamál í dag mun talsverð vinna verða lögð í að þróa slíka lausn á næstu árum, sem byggir á núverandi kerfi og þekkingu á markaðinum. Unnið er að því að auka hlutafé í fyrirtækinu um 250 milljónir króna, til þess að efla sölu-, markaðs- og þróunarstarf fyrirtækisins. Sótt hefur verið um 3 einkaleyfi á meðan á verkefninu hefur staðið, eitt í upphafi til þess að tryggja “freedom to operate” og tvö nýleg einkaleyfi hafa verið lögð inn. Tækniþróunarsjóður styrkti gerð tveggja einkaleyfisumsókna.

Heiti verkefnis: Þróun á kæli- og eftirlitsferli til þess að minnka sóun í matvælavinnslu og flutningum
Verkefnisstjóri: Haukur Hilmarsson
Styrkþegi: Thor Ice Chilling Solutions ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153018

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit:

Sótt hefur verið um 3 einkaleyfi á meðan á verkefninu hefur staðið, eitt í upphafi til þess að tryggja “freedom to operate” og tvö nýleg einkaleyfi hafa verið lögð inn. Tækniþróunarsjóður styrkti gerð tveggja umsókna sérstaklega.

Production and Use of Dewatered Ice-Slurry. EU9051 filed 8. 7. 2014. PCT no. IS2015000001 filed 8. 7 2015. Publication no. WO/2016/006004. Describes the general IceChill concept and principles and design and use of the first IceGun® prototype. Patent lapsed but serves to provide freedom to operate.

Method and Apparatus for Making Wet Snow. EU9091 filed 13. 3. 2018. New version of the IceGun®, with novel design that is key to problem free operation. The Danish Patent office has already given a positive evaluation for patentability

Combination Chill Process for Disinfecting Carcasses. EU9096 filed 18. 6. 2018. Describes the process how we can use the IceGun® to lower the bacteria content by over 10 fold to reach the target of the new EU regulation no. 2017/1495.

 The trademark IceGun® was registered on 5.2.2015 and renewed again on 28.6.2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica