Þann 26. ágúst 2025 kl. 12:00 verður haldinn rafrænn upplýsingafundur um styrki til undirbúningsheimsókna í Nordplus Junior, Nordplus Voksen og Nordplus Sprog. Fundurinn er ætlaður þeim sem ætla að sækja um styrk til að undirbúa verkefni.
Lesa meiraÚthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni um 12,4 milljónum evra til 326 verkefna og samstarfsneta sem hefjast árið 2025. Alls bárust 609 umsóknir um styrki upp á samtals rúmlega 31,5 miljón evra.
Lesa meiraNordplus stendur fyrir rafrænni ráðstefnu þriðjudaginn 27. maí 2025 þar sem fjallað verður um hlutverk menntunar í að stuðla að samfélagslegri sjálfbærni.
Lesa meiraErt þú að hugsa um að sækja um verkefnastyrk til Nordplus með umsóknarfresti 3. febrúar 2025? Starfsfólk landskrifstofu Nordplus á Íslandi verður til staðar í Borgartúni 30 þann 17. janúar kl. 13:00-15:00.
Lesa meiraErt þú að hugsa um að sækja um verkefnastyrk til Nordplus með umsóknarfresti 3. febrúar 2025? Þá mælum við með að þú kíkir á rafrænt Nordplus Café þann 9. janúar nk. þar sem farið verður ítarlega yfir umsóknarferlið.
Lesa meiraNordplus Norræna tungumálaáætlunin hefur kynnt nýjan verkefnaflokk fyrir 2025: Námskeið í Norðurlandamálum. Markmiðið er að efla nám og kennslu í Norðurlandamálum. Styrkir eru í boði fyrir fjölbreyttar stofnanir, þar á meðal háskóla, skóla, félagasamtök og fyrirtæki, sem skipuleggja námskeið fyrir háskólanema, kennaranema og menntaða kennara. Sérstök áhersla er lögð á skandinavísku málin: dönsku, norsku og sænsku.
Lesa meiraNæsti umsóknarfrestur fyrir áhugasama umsækjendur um verkefnastyrk Nordplus er 3. febrúar 2025 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 26. nóvember 2024 kl. 13:00-14:00.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2025 er að efla hæfni og þekkingu til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2025.
Lesa meira