Rannís býður kennurum og skólastjórnendum á kynningarfund á netinu þann 18. nóvember kl. 15:00-16:00 um Nordplus Junior, undiráætlun sem styður samstarf og náms- og þjálfunarferðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Lesa meira
Næsti umsóknarfrestur fyrir verkefnastyrki í Nordplus menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar er 2. febrúar 2026. Í nóvember býður Rannís upp á fjóra rafræna kynningarfundi á Teams þar sem kynnt verða helstu tækifæri og umsóknarferlið innan hverrar undiráætlunar.
Lesa meira
Kynningarfundur um Nordplus Voksen þann 24. nóvember kl. 14:00-15:00 þar sem farið verður yfir tækifæri til samstarfs og styrkja fyrir stofnanir og samtök sem starfa innan fullorðinsfræðslu.
Lesa meira
Rafrænn kynningarfundur um Nordplus Háskólastig verður haldinn 26. nóvember kl. 13:00–13:30. Undiráætlunin styður samstarfsverkefni og náms- og þjálfunarferðir fyrir háskóla, kennara og háskólanema.
Lesa meira
Rafrænn kynningarfundur um Nordplus Norrænu tungumálaáætlunina og Nordplus Horizontal verður haldinn 25. nóvember kl. 14:15–15:00. Kynnt verða tækifæri til samstarfsverkefna á sviði tungumála, menningar og þverfaglegs samstarfs milli menntastiga.
Lesa meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023–2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir árið 2026 er að efla hæfni og þekkingu til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2026, kl. 23:59 CET.
Lesa meira
Nordplus býður upp á rafrænan upplýsingafund þann 5. nóvember kl. 12:00 fyrir umsækjendur sem hafa áhuga á að kynna sér þau tækifæri sem í boði eru og hyggja á að sækja um styrk í næsta umsóknarfrest sem verður þann 2. febrúar 2026.
Lesa meira
Umsóknarfrestur um styrki fyrir undirbúningsheimsóknir í Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, norræn tungumál er 1. október 2025.
Lesa meira