FinanceScope: T-mysturgreining fjármálagagna - forverkefni

7.5.2008

  

Markmið verkefnisins er að kanna ávinning þess að nýta Theme hugbúnaðinn til greiningar á viðskiptagögnum. Theme er hugbúnaður sem Atferlisgreining þróar og byggir á T-mynstur algrími sem leyfir mjög öfluga leit og greiningu "hulinna" tímamynstra í gagnasöfnum.

Verkefnið felur í sér þróun á aðferðum til að atburðabinda/atburðagreina fjármálatengd gögn. Rannsóknarþátturinn snýr að því að kannað verði með markvissum hætti hvort þessi nýja aðferð, við greiningu viðskiptagagna, geti borið af sér nýja þekkingu og hvort skynsamlegt væri að nýta niðurstöður til þess að útbúa sérstaka útgáfu af Theme hugbúnaðinum til fjármálagreiningar.

Til lengri tíma litið liggur mögulegt notagildi verkefnisins m.a. í aðferðum sem gætu spáð fyrir um viðskiptaþróun, gagnast við langtíma hagfræðilegar spár og jafnvel sem öryggistæki sem gæti sjálfvirkt vakið athygli á mynstrum/ferlum sem eru ólík kjörástandi eða flokkast undir ólöglega viðskiptahætti.

Verktími er eitt ár, 2008.

Heiti verkefnis: FinanceScope: T-mysturgreining fjármálagagna
Verkefnisstjóri: Guðberg K. Jónsson, Atferlisgreiningu ehf., patternvision@patternvision.com

Styrkþegi: Atferlisgreining ehf.
Styrkfjárhæð: 1.000 þús. kr.


Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081503008 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica