Loftþurrkað lambakjöt og matarferðamennska - forverkefni

7.5.2008


Verkefnið skiptist í greiningu á stöðu mála á Íslandi og val á samstarfsaðilum og könnun á markaðslegum og viðskiptalegum forsendum, kynningu á hugmynd og vinnufundi með væntanlegum samstarfsaðilum í Færeyjum og Noregi og loks skilgreiningu á afmörkuðum verkefnum sem sótt verður um til innlendra og alþjóðlegra R/Þ sjóða. Þau verkefni myndu hafa það markmið að þróa vörur/hugmyndir að útfærslum (nýjum) úr loftþurrkuðu lambakjöti í samvinnu við staðbundinn lítil fyrirtæki á svæðunum sem myndu uppfylla allar kröfur um öryggi, gæði, frágang og framsetningu sem skipta máli varðandi matarmenningu og ferðamennsku.

Gildi forverkefnisins er fyrst og fremst í að kanna hugmyndina og koma á samstarfi við innlenda og erlenda aðila um að hrinda henni í framkvæmd með rannsókna- og þróunarverkefnum. Loftþurrkað lambakjöt ætti að skipa sama sess og loftþurrkuð skinka gerir í Suður-Evrópu ( Parma, San Daniels, Serrano). Gildi þeirra verkefna fælist í auknum markaði fyrir loftþurrkað lambakjöt á Íslandi, í Færeyjum og Noregi (og jafnvel öðrum löndum) bæði í tengslum við matarferðamennsku, hið norræna eldhús og menningu viðkomandi þjóða. Lítil, sérhæfð fyrirtæki myndu eflast og jafnvel verða stofnuð heima í héraði og verðmætum störfum myndi fjölga.

Verktími er 1 ár, árið 2008

Heiti verkefnis: Loftþurrkað lambakjöt og matarferðamennska
Verkefnisstjóri: Guðjón Þorkelsson, Matís ohf.,
gudjon.thorkelsson@matis.is
Styrkþegi: Matís ohf.
Styrkfjárhæð: 1.000 þús.kr.


Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081502008 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica