Beingarðs- og flakaskurður með vatnsskurði - verkefni lokið í Tækniþróunarsjóði

4.6.2008


Heiti verkefnis:  Beingarðs- og flakaskurður með vatnsskurði
Verkefnisstjóri: Ingólfur Árnason, Skaganum hf. ingolfur()skaginn.is
Stuðningsþegi: Skaginn hf.
Verktími: 3 ár
Styrkfjárhæð samtals: 16.935 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 051204

VERKEFNIÐ VAR STUTT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Í verkefninu "Beingarðs- og flakaskurður með vatnsskurði" var þróaður vatnsskurðarbúnaður fyrir fiskvinnslu.  Vatnsskurðarbúnaðurinn samanstendur af innmötunaraðstöðu, myndgreiningu, servó-hreyfibúnaði, vatnsskurði með spíssum, færiböndum fyrir roðdrátt og vatnsskurð sem og roðdráttarvél.  Búnaðurinn vinnur með roðkælibúnaði frá Skaganum hf.   Forsenda þess að hægt sé að nota vatnsskurðinn er að flökin hafi áður farið í gegnum roðkælinn og fengið nauðsynlegan stinnleika til að þau haldi formi á meðan skorið er.

Með verkefni þessu var aðalmarkmiðið að ná fram beingarðs- og flakaskurði með sjálfvirkum hætti, enda má með sanni segja að í nútíma fiskvinnslu sé þessi þáttur mjög svo mannaflsfrekur.  Það er því hægt að fullyrða að sjálfvirknivæðing, sem þessi, muni gjörbylta nútíma fiskvinnslu bæði hvað varðar starfsmannahald sem og gæði afurða.

Tekist hefur að sanna að verkefnið sé vel framkvæmanlegt, þó svo að á þessum tímapunkti sé það ekki komið svo langt að hægt sé að fara út í framleiðslu á búnaði sem nýtir þessa tækni.  Þó tókst að sanna virkni allra helstu meginþátta umræddrar tækni þó svo að samspili þeirra sé enn ábótavant.  Mat verkefnishópsins er því að vatnsskurðartækni, til beingarðs- og flakaskurðar, sé mjög raunhæfur kostur og brýn nauðsyn að þróun ljúki á búnaði sem þessum, enda um tæknibyltingu að ræða.

Skýrslur, greinar og handrit.

Björn Margeirsson, Ásbjörn Jónsson, Sigurjón Arason.  2007.  Úttektir á roðkæli og vatnsskurðarvél í fiskvinnslulínu í Festi ehf. , Hafnarfirði. Matís ohf.

Magnea G. Arnþórsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson.  2008. Combined Blast and Contact cooling - effects on physiochemical characteristics of fresh haddock (Melanogrammus aeglefinus) fillets. Matís ohf. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica