Áhættureiknir í sykursýki
Alheimsfaraldur í sykursýki er í gangi vegna útbreiðslu offitu. 200 milljón manna hafa sykursýki og verða 300 milljón árið 2020. Sykursýkisaugnsjúkdómur er í mörgum löndum algengasta orsök sjóntaps fólks á vinnualdri og næst algengasta orsök blindu. Lýðheilsunálgun með árlegri skimun og fyrirbyggjandi lasermeðferð sannaði gildi sitt fyrst á Íslandi og hefur breiðst til annarra landa.
Markmið verkefnisins er að nota upplýsingatækni til að meta með sjálfvirkum hætti áhættu sykursjúkra á alvarlegum augnsjd. og blindu. Áhættureiknirinn nýtist annars vegar til að ákveða nauðsynlega tíðni augnskoðana og væntanlega fækka þeim um a.m.k. 50%; hins vegar til að einstaklingar geti séð sína áhættu og hvernig hún getur breyst t.d. með bættri stjórnun blóðsykurs. Niðurstöður verkefnisins mun leiða til verulegrar hagræðingar í heilbrigðisþjónustu og bættrar meðferðar hvers einstaklings.
Enska lýðheilsukerfið í augnsjd. sykursjúkra kostar 6 x 107 £ til árlegra skoðana 2 x 106 manna. Fækka má skoðunum 50% og spara 3 x 107 £ á ári. Fyrir 2-300 x 106 sykursjúkra í heiminum má 100-falda þessa tölu í u.þ.b. 375 x 109 kr á ári. Við ætlum okkur að ná í 1-2% af þessari upphæð.
Heiti verkefnis: Áhættureiknir í sykursýki
Verkefnisstjóri: Einar Stefánsson, Háskóla Íslands/LSH, einarste@landspitali.is
Þátttakendur: Arna Guðmundsdóttir, LSH, Thor Aspelund, HÍ, Einar Stefánsson ehf, Eydís Ólafsdóttir, LSH og Toke Bek, Háskólanum í Árósum
Verktími: 3 ár
Styrkur: 5 m.kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081203