μ4-2D kjarnsýrugreinir

6.6.2008

Lífeind ehf. hefur þróað einkaréttar- og einkaleyfisvarða tækni fyrir tvívíðan rafdrátt á flóknum kjarnsýrusýnum. Tæknina er hægt að nota til að greina mismunandi eiginleika kjarnsýrusameinda t.d. magn einþátta og tvíþátta RNA og DNA og RNA•DNA-blendinga sem og til að meta ýmsar skemmdir í kjarnsýrusameindum.

Þessi tækni hefur víðfemt notagildi við margvíslegar lykilrannsóknaraðferðir í líf- og læknisfræði. Einnig nýtist hún til að meta gæði lífsýna í lífsýnasöfnum og í réttarlæknsfræði en slík sýni oft oft skemmd og einungis til í takmörkuðu magni. Tvívíðan rafdrátt er einnig hægt að nota  til að greina mun  á erfðamengjum og umritunarmengjum.

Lífeind ráðgerir að þróa frekar og selja sérhæft tæki og rekstrarvöru fyrir tvívíðan rafdrátt kjarnsýra í örgelum. Þessi tækni er einföld í notkun og greining tekur einungis 10 mínútur. Markmið okkar er að þróa og markaðsetja tæknina undir söluheitinu µ4-2D kjarnsýrugreini skv. fyrirliggjandi viðskipaáætlun.

Heiti verkefnis: μ4-2D kjarnsýrugreinir
Verkefnisstjóri: Jón Jóhannes Jónsson, jonjj()hi.is
Þátttakendur: Lífeind ehf, Lífefna- og sameindalíffræðistofa HÍ, Erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH og BioCule Scotland
Verktími: 3 ár
Styrkfjárhæð 1. árið: 7 m.kr.
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081202 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica