Polyol úr fisklýsi

9.6.2008

Markmið verkefnisins er að þróa polyol eða fjölalkohól úr loðnulýsi og er framhald fyrra verkefnis (sjá Polyol úr lýsi 2005, styrkur nr. 051248005). Polyol eru notuð til polyurethan framleiðslu sem notað er í margs konar iðnaði. Algengasta aðferðin við að framleiða polyol í dag er að nota jarðolíu en færst hefur í vöxt að nota náttúrulegar olíur t.d. jurtaolíur. Nýnæmið í þessu verkefni er að nota fiskilýsi sem ekki hefur verið gert áður. Aðallega eru til tvær aðferðir til að framleiða polyol úr lýsi, með umestrun og með epoxíðmyndun.

Markmið nú eru eftirfarandi:
1. Endurbót á framleiðsluaðferð polyols með umestrun, til að minnka hlutfall prímerra hýdroxýlhópa og minnka hvarfgirni
2. Endurbót á framleiðsluaðferð polyols gegnum epoxíðhvörfun fyrir verksmiðjuframleiðslu, þ.e. einangrunarskrefin
3. Aukin fjölbreytni með tvíliðun (dimerisation) á tvítengjum

Skref 2 og 3 eru mikilvæg til að losna við lykt í endanlegri vöru.

Markmiðið er að fullgera polyol fyrir ýmsan iðnað og byggja upp polyoliðnað á íslandi. Auk þess að nota íslenska afurð, lýsið í stað innfluttra hráefna úr jarðolíu. Þetta verkefni er hluti af EVREKA-verkefni með aðilum í Svíþjóð, Lettlandi og Tékklandi.

Heiti verkefnis: Polyol úr fisklýsi
Verkefnisstjóri: Ragnar Ólason, Íslenska polyolfélaginu ehf., r.olason()icepol.is
Þátttakendur: Íslenska polyolfélagið ehf. og Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Verktími: 1 ár
Styrkur: 2,750 m. kr.
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is   
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081209









Þetta vefsvæði byggir á Eplica