Hreinefni úr íslenskri náttúru

9.6.2008

Verkefnið gengur út á að vinna hreinefni úr íslenskri náttúru, og kanna hagkvæmni slíkrar vinnslu með tilliti til kostnaðar og eftirspurnar. Athyglin beinist fyrst í stað að fúrankúmarínum í ætihvönn, en hjá SagaMedica hefur orðið til mikil þekking á vinnslu og mælingu þeirra í tengslum við rannsóknir, vöruþróun og framleiðslu afurða úr íslenskri ætihvönn.

Hvönnin er rík af fúrankúmarínum, sem sum hver vekja æ meiri athygli vegna líffræðilegrar virkni sinnar, jafnhliða því sem þau eru rannsökuð meira, en eru dýr og torfengin. Þar má nefna imperatorin sem nú er selt á meira en 50 þúsund kr./g (≥98% hreint), en um 7 g af imperatorin eru í kg af hvannarfræjum.

Önnur áhugaverð og skyld efni eru isoimperatorin og isopimpinellin, sem eru að jafnaði í 4-10 sinnum minna magni í fræjunum.

Heiti verkefnis: Hreinefni úr íslenskri náttúru
Verkefnisstjóri: Steinþór Sigurðsson, SagaMedica ehf., steinthors()internet.is
Þátttakendur auk verkefnisstjóra: SagaMedica og Þráinn Þorvaldsson
Verktími: 1 ár
Styrkur: 3 m. kr.
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081208









Þetta vefsvæði byggir á Eplica