Þróun heilaritsgreiningarkerfis
Heilaritsgreiningaraðferð Mentis Cura á Alzheimerssjúkdómnum er þegar í notkun í Reykjavík og í Osló. Afrakstur þessa verkefnis er ætlað að stuðla að hraðari markaðssetningu Alzheimers-greiningaraðferðar okkar ásamt söfnun gagna sem munu flýta þróun nýrra greiningaraðferða.
Afurðirnar verða þrennskonar kerfi, upptökukerfi, greiningarkerfi og gagngrunnur sem munu auðvelda þjónustu við viðskiptavini okkar sem eru öldrunardeildir, taugadeildir o.fl. Þar sem við innleiðum nýjar greiningaraðferðir og tækni inn á rannsóknarstofnanir eru upptöku- og greiningarkerfin nauðsynleg til að gera vöru okkar aðgengilegri.
Sjálfvirk truflanagreining, ópersónugreinanleg meðferð gagna og gagnvirkt notenda-viðmót eru m.a þættir sem munu gera greiningarkerfi okkar hraðvirkari, notendavænni, öruggari og hagkvæmari. Þannig munu markaðssetningarferlar styttast auk þess sem ný gögn og tæknilegar og tölfræði lausnir í heilarits-gagnagrunninum munu flýta þróun nýrra greiningaraðferða á fleiri orsökum heilabilana og fleiri sjúkdóma eins og t.d. ADHD.
Þetta mun tryggja Mentis Cura áframhaldandi samkeppnisforskot.
Heiti verkefnis: Þróun heilaritsgreiningarkerfis
Verkefnisstjóri: Kristinn Johnsen, Mentis Cura ehf., kristinn()mentiscura.is
Þátttakendur: MentisCura ehf., Rannsóknarstofa LSH og HÍ í öldrunarfræðum, Háskólasjúkrahúsið í Ullevål í Noregi, Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og Háskólasjúkrahúsið í Malmö í Svíþjóð
Verktími: 3 ár
Styrkur: 10 m. kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081206