Vistvænn kísill í húðvörur

9.6.2008

Kröfur um vottun á náttúrulegum uppruna og sjálfbærri vinnslu hráefna í húð- og snyrtivörur vaxa sífellt. Snyrtivörur sem uppfylla slík skilyrði munu því á komandi tíð öðlast sterkari stöðu á mörkuðum. Kísill er mikið notaður í snyrtivörur s.s. sem húðvirkt efni og sem hjálparefni. Víðast hvar er kísill unninn í mörgum efnafræðilegum skrefum og á því enga möguleika á slíkri vottun.

Kísill, felldur út úr jarðhitavatni, er mikilvægur þáttur í húðvörum Bláa Lónsins hf. (BL). BL álítur að afurðin uppfylli skilyrði um náttúrulega vöru og hefur sótt um vottun á henni sem slíkri hjá franska vottunaraðilanum EcoCert. Fram til þessa hefur útfellingunni ekki verið stýrt sem takmarkar notagildi kísilsins.

Markmið verkefnisins er þróun vistvænnar aðferðar við framleiðslu kísilöragna, úr jarðsjó BL, með stýranlegri stærð og yfirborðsflatarmáli. Fyllilega sambærileg vara er ekki til núna eftir því sem best er vitað. Öragnirnar verða í fyrstu notaðar í húð- og heilsuvörur BL, sem húðskrúbb og sem burðarefni fyrir phycocyanin. Phycocyanin er blátt litarefni unnið úr einfruma þörungi sem er einkennislífvera BL.
BL áætlar að afrakstur verkefnisins opni ný tækifæri til vöruþróunar og styrki markaðsstöðu þess á vaxandi húð- og heilsuvörumarkaði.

Heiti verkefnis: Vistvænn kísill í húðvörur
Verkefnisstjóri: Halldór Svavarsson, Bláa lóninu hf./HR, halldorsv()ru.is

Styrkþegi: Bláa lónið hf.
Verktími: 1 ár
Styrkur:  4,5 m. kr.
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081205









Þetta vefsvæði byggir á Eplica