Áhrif amínósykra á vöxt og sérhæfingu stofnfrumna

9.6.2008

Kítínasalík prótein (CLP) heyra til genafjölskyldu kítínasa og hafa varðveitt kítín bindisetið frá kítínasanum. Sýnt hefur verið fram á tilvist þessara próteina í plöntum og dýrum en niðurstöður rannsókna benda til að þau gegni mikilvægu en óþekktu hlutverki í ónæmiskerfi, frumuboðskiptum og í vefjanýmyndun hjá hryggdýrum. Sérstaklega áhugaverðar eru niðurstöður sem gefa til kynna hlutverk CLP í vefjamyndun í fósturþroska hryggdýra. Fyrri niðurstöður benda til að kítínafleiður geti örvað stofnfrumur til nýmyndunar brjósk- og beinvefs in vivo.

Genís hefur þróað sérstakar kítínfásykrur með tilliti til lyfjavirkni og verða þær notaðar í verkefninu ásamt fullkomnustu aðferðum frumulíffræðinnar og sameindaerfðafræðinnar til að rannsaka þátt þessara amínósykra og CLP í örvun og sérhæfingu stofnfrumna. Áhersla verður lögð á að rannsaka þátt CLP-tjáningar hjá stofnfrumum ásamt því að kanna áhrif kítínfásykranna og annarra amínósykra á hina ýmsu samskiptaferla frumnanna m.a. með hjálp örflögutækninnar.

Niðurstöðurnar munu gefa gagnlegar vísbendingar um notagildi kítínfásykranna til að örva vefjanýmyndun í ýmsum hrörnunarsjúkdómum.

Heiti verkefnis: Áhrif amínósykra á vöxt og sérhæfingu stofnfrumna
Verkefnisstjóri: Jóhannes Gíslason, Genís ehf.
Þátttakendur: Genís ehf., Landspítali-háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands
Verktími: 3 ár
Styrkur: 10 m. kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson,
lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081204









Þetta vefsvæði byggir á Eplica