Gagnvirkur tónstillir fyrir farsíma

10.6.2008

Verkefnið snýst um hönnun og útfærslu á tíðnigreini sem er nógu smár í sniðum að hann geti keyrt á farsímum.

Notendaviðmótið sem er svo útfært í kringum þennan tíðnigreini er gítarstillitæki sem uppfyllir allar þær þarfir sem gítarleikarar fara fram á við tónstillingu gítarsins. Helstu markmiðum verkefnisins er náð með bestun (e. optimization) á þekktum reikniritum við tíðnigreiningu og nýtingu á snjöllum aðferðum við hugbúnaðarforritun þannig að t.d. tíðnigreining rauntóna sé möguleg á minnislitlum og aflssnauðum smátækjum, eins og t.d. farsímum.

Markmið verkefnisins eru að:
Hanna og útfæra gagnvirkt tónstillitæki sem sett er upp á farsíma notandans og uppfyllir allar þær þarfir sem hljóðfæraleikarar fara fram á við tónstillingu hljóðfæris.
Dreifa vörunni og selja á íslenskum markaði til að undirbúa og prófa vöruna fyrir alþjóðlega dreifingu.
Gerð fullkláraðrar viðskiptaáætlunar í samvinnu við Deloitte á Íslandi.
Hanna og útfæra sjálfvirkt sölukerfi þar sem tónstillirinn verður seldur á alþjóðamarkaði.

Framtíðarsýn:
Viðbætur við tónstillinn.
Aðlögun tíðnigreinis að fleiri hljóðfærum

Heiti verkefnis: Gagnvirkur tónstillir fyrir farsíma
Verkefnisstjóri: Jóhann P. Malmquist, Verkfræðistofnun HÍ, johann()hi.is
Þátttakendur:
Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, Tölvunarfræðisvið, Nova ehf., Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH)  og Key West Technologies, Inc
Verktími: 2 ár
Styrkur: 6,4  m. kr. fyrra árið
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is    
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081215

« til baka










Þetta vefsvæði byggir á Eplica