Eff² Myndkenni
Eff² Videntifier er frumgerð sem nýtist við höfundarréttarverndun á vídeóefni í gagnasafni sem tekur allt að 200 þúsund klukkustundir af slíku efni. Gagnasafnið er gert úr myndfingraförum, og myndaframleiðendur einfaldlega bæta myndunum sínum í gagnasafnið sem gerir kerfinu kleift að finna möguleg höfundarréttarbrot. Eftir nokkurra sekúndna meðalfyrirspurnatíma getur kerfið sagt til um hvort myndskeið sé í gagnasafninu sem líkist fyrirspurnarskeiðinu.
Kerfið er byggt á nýrri gagnagrunnstækni sem búið er að sækja um einkaleyfi á. Þessi tækni býður uppá mjög hraðvirka leit í stórum gagnasöfnum. Að auki höfum við smíðað háþróaða tölvusjónartækni sem á mjög skilvirkan hátt getur skynjað ef myndir eru líkar. Þó Eff² Myndkenni sé beint að leit í myndskeiðum er á frekar auðveldan hátt hægt að breyta kerfinu þannig að það leiti að líkum kyrrmyndum.
Heiti verkefnis: Eff² Myndkenni
Verkefnisstjóri: Herwig Lejsek, EFF², herwig()eff2.net
Styrkþegi: EFF² Technologies ehf.
Verktími: 2 ár
Styrkur: 12,5 m. kr. fyrra árið
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081213